Of fáar leiðir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Mál fjölskyldnanna tveggja frá Albaníu, sem farið hefur hátt undanfarið, fékk farsælan endi um helgina þegar þær fengu ríkisborgararétt hér á landi. Fjölskyldurnar sóttu upphaflega um hæli hér en fengu synjun og var vísað úr landi. Í báðum fjölskyldum voru langveik börn. Veikindi barnanna og myndir af þeim þegar lögregla sótti þau og foreldra þeirra í rútu um miðja nótt til að vísa þeim úr landi vakti hörð viðbrögð. Undantekningarlaust fannst fólki sárt að horfa á börnin halda út í óvissuna, veik í þokkabót, vegna þess eins að mál þeirra uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Ekki bætti úr skák að öðru barninu var ekki hugað líf vegna ástands heilbrigðiskerfis Albaníu. Útlendingastofnun var því ekki bara að senda lítið barn úr landi – heldur út í opinn dauðann. Í augum margra var það grímulausa kaldlyndi kornið sem fyllti mælinn. Þrátt fyrir farsælan endi fyrir fjölskyldurnar tvær er mikið eftir ógert í þessum málaflokki. Með þeim í rútunni þessa nótt voru nefnilega fleiri útlendingar. Útlendingar sem hingað koma með von í brjósti um betra líf en var vísað burt af því þeir uppfylltu ekki formskilyrði. Og rútufarmarnir af einstaklingum sem hefur verið vísað héðan úr landi eru margir. Hælisleitendakerfið var búið til fyrir fólk í neyð. Flestum umsóknum Albana um hæli hér á landi hefur verið hafnað, þar sem mat á aðstæðum hefur verið slíkt að þær séu þess eðlis að þær uppfylli ekki viðeigandi skilyrði. Ástæða þess að fólk sem sækir um hæli á Íslandi, án þess að uppfylla skilyrðin, er sú að enginn annar raunhæfur kostur er í stöðunni. Útlendingar sem vilja setjast hér að geta vissulega óskað eftir dvalarleyfi. En lagaákvæði um slík leyfi eru þröng. Atvinnuleyfi fást til að mynda aðeins vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, fyrir íþróttafólk eða vegna skorts á vinnuafli, en slík leyfi eru aðeins tímabundin. Leiðin að slíkum leyfum er flókin og erfið í framkvæmd fyrir fjölskyldur. Og of margir fá sömu synjun þar og í hælismálunum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að fjölga þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um þessi leyfi. Næsti vetur á þingi verður kosningavetur. Þá verða stjórnmálamenn oft hræddir um eigin hag og þeim hættir til að leiðast út í popúlisma. Aukast þá líkurnar á því að óvandaðir stjórnmálamenn sjái sér leik á borði og hoppi á vagn þeirra sem ala á fáfræði, fordómum og hræðslu gagnvart fólki af erlendum uppruna. Það er því brýnt að frumvarpið fari fyrir þingið tafarlaust og afgreiðslu þess ljúki áður en einhverjir flokkar fara að daðra við þjóðernishyggju og rasisma. Ekki bara vegna þess að tillögur frumvarpsins eru skynsamlegar út frá þjóðarhag. Líka vegna þess að við þurfum sárlega sem þjóð að geta staðið á því – hvert gagnvart öðru jafnt sem þeim sem deila þessari plánetu með okkur – að allsnægtasamfélagið sem við búum í hafi ekki gjörsneytt okkur allri samvisku, samúð og mennsku. Eitthvað sem hefur sárlega vantað eftir að Útlendingastofnun sendi lítinn veikan dreng út í opinn dauðann núna í jólamánuðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Mál fjölskyldnanna tveggja frá Albaníu, sem farið hefur hátt undanfarið, fékk farsælan endi um helgina þegar þær fengu ríkisborgararétt hér á landi. Fjölskyldurnar sóttu upphaflega um hæli hér en fengu synjun og var vísað úr landi. Í báðum fjölskyldum voru langveik börn. Veikindi barnanna og myndir af þeim þegar lögregla sótti þau og foreldra þeirra í rútu um miðja nótt til að vísa þeim úr landi vakti hörð viðbrögð. Undantekningarlaust fannst fólki sárt að horfa á börnin halda út í óvissuna, veik í þokkabót, vegna þess eins að mál þeirra uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Ekki bætti úr skák að öðru barninu var ekki hugað líf vegna ástands heilbrigðiskerfis Albaníu. Útlendingastofnun var því ekki bara að senda lítið barn úr landi – heldur út í opinn dauðann. Í augum margra var það grímulausa kaldlyndi kornið sem fyllti mælinn. Þrátt fyrir farsælan endi fyrir fjölskyldurnar tvær er mikið eftir ógert í þessum málaflokki. Með þeim í rútunni þessa nótt voru nefnilega fleiri útlendingar. Útlendingar sem hingað koma með von í brjósti um betra líf en var vísað burt af því þeir uppfylltu ekki formskilyrði. Og rútufarmarnir af einstaklingum sem hefur verið vísað héðan úr landi eru margir. Hælisleitendakerfið var búið til fyrir fólk í neyð. Flestum umsóknum Albana um hæli hér á landi hefur verið hafnað, þar sem mat á aðstæðum hefur verið slíkt að þær séu þess eðlis að þær uppfylli ekki viðeigandi skilyrði. Ástæða þess að fólk sem sækir um hæli á Íslandi, án þess að uppfylla skilyrðin, er sú að enginn annar raunhæfur kostur er í stöðunni. Útlendingar sem vilja setjast hér að geta vissulega óskað eftir dvalarleyfi. En lagaákvæði um slík leyfi eru þröng. Atvinnuleyfi fást til að mynda aðeins vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, fyrir íþróttafólk eða vegna skorts á vinnuafli, en slík leyfi eru aðeins tímabundin. Leiðin að slíkum leyfum er flókin og erfið í framkvæmd fyrir fjölskyldur. Og of margir fá sömu synjun þar og í hælismálunum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að fjölga þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um þessi leyfi. Næsti vetur á þingi verður kosningavetur. Þá verða stjórnmálamenn oft hræddir um eigin hag og þeim hættir til að leiðast út í popúlisma. Aukast þá líkurnar á því að óvandaðir stjórnmálamenn sjái sér leik á borði og hoppi á vagn þeirra sem ala á fáfræði, fordómum og hræðslu gagnvart fólki af erlendum uppruna. Það er því brýnt að frumvarpið fari fyrir þingið tafarlaust og afgreiðslu þess ljúki áður en einhverjir flokkar fara að daðra við þjóðernishyggju og rasisma. Ekki bara vegna þess að tillögur frumvarpsins eru skynsamlegar út frá þjóðarhag. Líka vegna þess að við þurfum sárlega sem þjóð að geta staðið á því – hvert gagnvart öðru jafnt sem þeim sem deila þessari plánetu með okkur – að allsnægtasamfélagið sem við búum í hafi ekki gjörsneytt okkur allri samvisku, samúð og mennsku. Eitthvað sem hefur sárlega vantað eftir að Útlendingastofnun sendi lítinn veikan dreng út í opinn dauðann núna í jólamánuðinum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun