Heimsmetsakstur REVA í Indlandi afstaðinn Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 14:57 Gísli á leiðarenda eftir ríflega 5.000 km þolakstur á REVA rafbílum. Fyrir fáeinum dögum lauk hinum 5.000 kílómetra þolakstri á REVA rafbílum í Indlandi og í leiðinni lokaprófunum á nýjum REVA e20 rafbíl frá Mahindra. Ekið var á þremur e2o bílum frá nyrsta odda Indlands og niður að surðurodda landsins. Gísla Gíslasyni, eiganda rafbílaumboðsins EVEN, var boðið af Mahindra til að taka þátt í þessu heimsmeti, en þetta var í fyrsta skipti sem rafbílum var ekið þvert yfir Indland, eða meira en 5.000 km. Gísli þáði boðið og tók þátt í akstrinum frá Bangalore þar sem e2o rafbílarnir eru framleiddir og tók ferðin 8 daga og var komið á suðurodda Indlands hinn 16. desember sl. Að sögn Gísla var ferðin öll mikið ævintýri, en hann var eini gesturinn sem boðið var að taka þátt í akstrinum. Bílarnir voru eingöngu hlaðnir í venjulegum innstungum, enda engar hleðslustöðvar á Indlandi fyrir rafbíla, a.m.k. ekki á þeim slóðum sem ekið var. Engin vandamál komu upp á leiðinni og reyndust bílarnir frábærlega. Í Indlandi voru um 140 milljón ökutæki árið 2011, þar af um 15 milljón bílar og þær tölur hafa vafalaust hækkað verulega síðan þá. Mahindra Reva hefur þegar hafið sölu á e2o rafbílnum í Indlandi og stefnir að því að byrja sölu á þessum litla og snarpa rafbíl í Evrópu á næsta ári. Bíllinn fékk Evrópuviðurkenningu fyrir um ári síðan enda uppfyllir e2o Evrópustaðla við árekstrarprófanir og bíllinn er búinn loftpúðum, ABS bremsum og fleiri öryggisbúnaði. Bíllinn er tæknilega fullkominn, með snertiskjá og ávallt tengdur netinu og snjallsíma eigandans. Bíllinn fer 160 km á hleðslunni og er með hraðhleðsluporti (CHAdeMO). Mjög fáir rafbílar eru í Indlandi. Engar ívilnanir eru vegna kaupa á rafbílum, en það kann að breytast á næstu mánuðum, enda stendur til að banna skráningu nýrra dísilbíla í stærstu borg landsins Delhi á næsta ári. Um 4.000 Reva rafbílar hafa verið seldir í Indlandi og vitað er til þess að 10 Tesla Model S rafbílar hafa verið fluttir til landsins.Gísli í viðeigandi klæðnaði við bílana þrjá.Og hér er Gísli í enn meira viðeigandi klæðnaði, þ.e. pilsi. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Fyrir fáeinum dögum lauk hinum 5.000 kílómetra þolakstri á REVA rafbílum í Indlandi og í leiðinni lokaprófunum á nýjum REVA e20 rafbíl frá Mahindra. Ekið var á þremur e2o bílum frá nyrsta odda Indlands og niður að surðurodda landsins. Gísla Gíslasyni, eiganda rafbílaumboðsins EVEN, var boðið af Mahindra til að taka þátt í þessu heimsmeti, en þetta var í fyrsta skipti sem rafbílum var ekið þvert yfir Indland, eða meira en 5.000 km. Gísli þáði boðið og tók þátt í akstrinum frá Bangalore þar sem e2o rafbílarnir eru framleiddir og tók ferðin 8 daga og var komið á suðurodda Indlands hinn 16. desember sl. Að sögn Gísla var ferðin öll mikið ævintýri, en hann var eini gesturinn sem boðið var að taka þátt í akstrinum. Bílarnir voru eingöngu hlaðnir í venjulegum innstungum, enda engar hleðslustöðvar á Indlandi fyrir rafbíla, a.m.k. ekki á þeim slóðum sem ekið var. Engin vandamál komu upp á leiðinni og reyndust bílarnir frábærlega. Í Indlandi voru um 140 milljón ökutæki árið 2011, þar af um 15 milljón bílar og þær tölur hafa vafalaust hækkað verulega síðan þá. Mahindra Reva hefur þegar hafið sölu á e2o rafbílnum í Indlandi og stefnir að því að byrja sölu á þessum litla og snarpa rafbíl í Evrópu á næsta ári. Bíllinn fékk Evrópuviðurkenningu fyrir um ári síðan enda uppfyllir e2o Evrópustaðla við árekstrarprófanir og bíllinn er búinn loftpúðum, ABS bremsum og fleiri öryggisbúnaði. Bíllinn er tæknilega fullkominn, með snertiskjá og ávallt tengdur netinu og snjallsíma eigandans. Bíllinn fer 160 km á hleðslunni og er með hraðhleðsluporti (CHAdeMO). Mjög fáir rafbílar eru í Indlandi. Engar ívilnanir eru vegna kaupa á rafbílum, en það kann að breytast á næstu mánuðum, enda stendur til að banna skráningu nýrra dísilbíla í stærstu borg landsins Delhi á næsta ári. Um 4.000 Reva rafbílar hafa verið seldir í Indlandi og vitað er til þess að 10 Tesla Model S rafbílar hafa verið fluttir til landsins.Gísli í viðeigandi klæðnaði við bílana þrjá.Og hér er Gísli í enn meira viðeigandi klæðnaði, þ.e. pilsi.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent