Kóngur glímir við erfitt sakamál Illugi Jökulsson skrifar 10. maí 2015 09:00 Hinrik III. Það var einhvern tíma aftur í árdaga sem maðurinn lærði að óttast og hata útlendinginn. Það var dimmt kringum varðeld steinaldarmannanna og úti í svörtu næturmyrkrinu voru skrímsli á kreiki, var það ekki, eða í allra skásta falli óvinir af öðrum ættbálki sem sættu færis að ræna okkur villigaltakjetinu, sem við höfðum lagt svo mikið á okkur til að eignast, svo eins gott að við höfum varann á, og verðum fljót að þekkja óvininn þegar hann kemur út úr myrkrinu og vill okkur ekkert nema illt, gætum okkar, já, jafnvel þótt hann hafi kannski hjúpað sig sakleysislegu dulargervi og þykist vera bróðir okkar eða systir, þá sjáum við að svo er ekki, við sjáum hvað er öðruvísi, við þekkjum útlendinginn og vitum að hann er skrímsli og vill okkur illt. Því miður er ekki lengi gert í mannkynssögunni að finna dæmi um hvernig tortryggni og ótti við útlendinga getur haft skelfilegar og ömurlegar afleiðingar í för með sér. Bara af því það er hægt að finna eitthvað í fari hans sem sýnir okkur að hann er öðruvísi, hann er ekki af ættbálknum okkar og gæti því rænt okkur svínakjetsstykkinu og gert okkur annan óskunda og þráir vafalaust að drepa okkur. Hvað það er sem gerir útlendinginn nógu ólíkan okkur sjálfum til að við viljum ráðast á hann, það getur verið hvað sem er, stundum bara að hann heldur með öðru fótboltaliði, en oftar þó að hann er af öðruvísi kyni en við, kannski önnur litasjattering á húðinni, eða það sem vinsælast er – hann játar aðra trú. Og þá vaknar tortryggnin og hatrið. Trúarbrögð koma einmitt við sögu í því hörmungarmáli sem nú skal frá greint.Dómkirkjan í lincolnCSI Á ÞRETTÁNDU ÖLDINNI Lík lítils drengs fannst í rotþró í lok ágúst. Hann hafði horfið fjórum vikum fyrr og ekki fundist þrátt fyrir heilmikla leit. Þetta var löngu áður en líkrannsóknir þær og sú meinafræði öll sem við þekkjum nú helst undir heitinu CSI voru á veg þróuð, en menn reyndu samt að skoða líkið sem nákvæmast þegar búið var að hífa það upp úr þrónni og skola af því skítinn. Og þá þótti það strax liggja ljóst fyrir að hann hefði verið myrtur. Á litlum kroppi hans voru svo mörg og margvísleg sár og meiðsli að mönnum fannst raunar liggja beint við að honum hefði ekki aðeins verið ráðinn bani, heldur hefði hann jafnvel verið píndur áður en hann dó. Og hann bara níu ára. Hver gat látið sér slíkt til hugar koma? Það var hræðilegt að hugsa til þess að í röðum heimamanna gæti lúrt slíkt skrímsli, hlaut morðinginn ekki frekar að vera einhver utanaðkomandi, einhver útlendingur? Þetta gerðist á Englandi árið 1255. Í þá tíð var loks farið að hilla undir lok sturlungaaldar á Íslandi, Flugumýrarbrenna hafði verið tveim árum fyrr og landsmenn voru óðum að sættast á þá tilhugsun að játast undir yfirráð Noregskóngs frekar en þurfa að þola hinn linnulausa innanlandsófrið og illdeilur. Á Englandi var hins vegar allt með kyrrum kjörum á yfirborðinu. Kóngur var Hinrik III, sonur Jóhanns þess landlausa sem þykir mestur eymingi enskra kónga, og Hinrik var reyndar enginn skörungur heldur. Ýmislegt kraumaði undir niðri, Hinrik kunni lítt með peninga að fara og ríkið var ekki vel statt, illa gekk að útkljá deilur við Frakka um erfðalönd Englandskónga þar, og fleira olli gremju með stjórn Hinriks. En hann var afar trúaður og hafði sýknt og heilagt guðsorð á vör og gekk til messu daglega og gaf mikla ölmusu fátækum og munaðarlausum og er jafnvel sagður hafa þvegið fætur holdsveikra til merkis um auðmýkt sína. Og svo vildi til að Hinrik var einmitt á ferð með hirð sína skammt þar frá sem lík litla drengsins fannst. Það var í borginni Lincoln sem þá var í hópi stærstu borga Englands og fræg fyrir gríðarmikla dómkirkju sem þá var hafin bygging á og átti eftir að verða sú hæsta og glæsilegasta í heimi í margar aldir. Sumarið 1255 höfðu byggingameistarar nýju dómkirkjunnar einmitt kallað til Hinrik kóng og spurt hvort þeir mættu rífa niður hluta af gömlum múrum kringum Lincoln og nota tilhöggna steinana í nýja kapellu í dómkirkjunni stóru. Því var kóngur nærri þegar þurfti að leysa gátuna um hver drap drenginn. BELASET ÆTLAR AÐ GIFTA SIG Hann hét reyndar Hugh, pilturinn, ekki seinna vænna að nefna fórnarlamb morðsins á nafn. Og þar sem menn stóðu og veltu fyrir sér hver morðinginn gæti verið, og kóngurinn var kominn og lét mjög að sér kveða og beinlínis krafðist þess í Kristí nafni að þetta grimmilega morðmál yrði leyst umsvifalaust, þá steig fram maður að nafn Jón og var frá þorpinu Laxton þar ekki allfjarri. Kannski var Jón sjálfur morðvargurinn, níðingur sem hafði drepið Hugh litla sér til andstyggilegrar fullnægju einhverrar, og vildi nú varpa sök á aðra, en kannski var hann bara hræddur og fannst þægilegra að morðinginn væri útlendingur. Og í Lincoln voru vissulega „útlendingar“ þótt þeir hefðu reyndar búið í borginni alla sína tíð, en það voru Gyðingar. Í borginni bjó hópur Gyðinga, sumir þeirra ágætlega stæðir, og þeir höfðu reynt að samlagast heimamönnum á flestan máta, nema þeir vildu halda í trú sína, passa hver upp á annan, og þar með urðu þeir alltaf útlendingar í augum hinna hræddu og þröngsýnu meðal heimamanna. Og nú benti Jón frá Laxton á að einmitt um það leyti sem Hugh litli hvarf, þá hefðu tekið að safnast til Lincoln Gyðingar úr öllu Englandi því stúlkan Belaset, dóttir eins ríkasta Gyðingsins í borginni, var þá að ganga í hjónaband. Var það tilviljun að svo margir Gyðingar voru í borginni um svipað leyti og Hugh var tekinn og píndur og myrtur? Gengu ekki sögur um að Gyðingar sætu um unga drengi og fórnuðu þeim og drykkju úr þeim blóðið á sínum ókristilegu hátíðum? Jú, slíkar sögur gengu. Og þær höfðu gengið í mörg hundruð ár um mestalla Evrópu og áttu eftir að ganga staflaust í margar aldir. Aldrei og hvergi fannst nokkur einasti fótur fyrir þessum sögum, en kom ekki í veg fyrir að íbúar Lincoln legðu nú eyrun við fleipri Jóns frá Laxton um að Gyðingar hlytu að hafa drepið Hugh litla. Svo fór að undir miklum hvatningum Hinriks kóngs um að leysa málið var Gyðingur búsettur í Lincoln gripinn og ákærður fyrir morðið. Hann hét Copin eða Jopin. Fyrst neitaði hann að vita nokkuð um málið, en að lokum játaði hann að hafa drepið Hugh litla – það kemur engum á óvart sem þekkir til „réttarfars“ á Englandi á 13. öld, því beitt var svo skefjalausum pyntingum að menn játuðu alltaf á endanum hvað sem var, til að sleppa við ægilegan sársaukann. Og þrautpíndur kroppur Copins var svo bundinn aftan í taglið á sprækum hesti og dreginn þannig um steinlagðar götur Lincoln; loks var blóðstykkið tekið hálfdautt eftir þessar aðfarir og hengt.Þokkadís af gyðingakyni Þokkadísin lokkar Hugh litla inn í garð, þar sem hann var svo gripinn og drepinn. Myndskreyting við kvæði sem ort var upp úr þessari ömurlegu sögu.KÓNGUR ER BLANKUR Hér hefði sagan getað endað, en það var öðru nær. Ótti Lincolnbúa við „útlendinginn“ var vakinn og heimtaði meira blóð. Og svo hafði kóngur uppgötvað að hann var orðinn helstil blankur þetta árið en þarna leyndist leið til að næla sér í pening. Svo var mál með vexti að misseri fyrr hafði Hinrik í þáverandi blankheitum sínum selt Ríkarði bróður sínum réttinn til að skattleggja Gyðinga á Englandi. Nú voru þeir peningar búnir sem kóngur fékk fyrir þann díl, og því ákvað hann í skyndi að eftirleiðis skyldi gert upptækt allt fé Gyðinga sem dæmdir væru fyrir einhverja glæpi og skyldi það renna til krúnunnar. Og nú gerðist margt í senn. Allir Gyðingar í Lincoln, níutíu talsins, voru handteknir og fluttir til London og læstir inni í The Tower. Og hófst nú undirbúningur að réttarhöldum þar sem þeir voru sakaðir um að hafa haft Hugh litla í haldi vikum saman og pínt hann við helgiathafnir sínar og loks krossfest hann eins og til að hæðast að krossfestingu Krists. Ákveðið var að kviðdómur af kristnum mektarmönnum skyldi kveða upp úr um sekt eða sakleysi, en átján þeirra mótmæltu harðlega þeirri málsmeðferð og vildu fá kviðdóm þar sem einnig sætu Gyðingar og myndu ekki trúa umyrðalaust hvaða lygi sem væri um trúbræður sína. Sú krafa þótti ein og sér nægjanleg sönnun þess að þessir 18 Gyðingar hlytu að vera sekir, og voru þeir teknir og hengdir formálalaust. Og allir eignir þeirra runnu til hins guðhrædda Hinriks III. SAMFÉLAG Í RÚST Þá varð hlé á réttarhöldum og svo fór að Ríkarður bróðir Hinriks mæltist til þess að hinum Gyðingunum yrði sleppt enda sekt þeirra ósönnuð, og lét Hinrik að lokum að vilja hans. Ríkarður var ekki eins trúaður og Hinrik en hins vegar töluvert réttsýnni maður, og óttaðist væntanlega í leiðinni að missa spón úr sínum aski ef skatttekjur hans af Gyðingum Lincolnborgar yrðu engar. En samfélag Gyðinga í Lincoln var í rúst, fimmtungur þess hafði látið lífið í þessum tilhæfulausu ofsóknum gegn „útlendingunum“. Kóngur fékk hins vegar pening sem dugði líklega fyrir allmörgum messum og fordómafullir íbúar Lincoln gátu talið sér trú um að þeir hefðu nú varist ægilegri árás hinna vondu útlendinga. En aldrei var náttúrlega upplýst hver hafði myrt hann Hugh litla. Og þó var það skrímsli vafalaust heimamaður eins og skrímsli eru yfirleitt. Flækjusaga Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Það var einhvern tíma aftur í árdaga sem maðurinn lærði að óttast og hata útlendinginn. Það var dimmt kringum varðeld steinaldarmannanna og úti í svörtu næturmyrkrinu voru skrímsli á kreiki, var það ekki, eða í allra skásta falli óvinir af öðrum ættbálki sem sættu færis að ræna okkur villigaltakjetinu, sem við höfðum lagt svo mikið á okkur til að eignast, svo eins gott að við höfum varann á, og verðum fljót að þekkja óvininn þegar hann kemur út úr myrkrinu og vill okkur ekkert nema illt, gætum okkar, já, jafnvel þótt hann hafi kannski hjúpað sig sakleysislegu dulargervi og þykist vera bróðir okkar eða systir, þá sjáum við að svo er ekki, við sjáum hvað er öðruvísi, við þekkjum útlendinginn og vitum að hann er skrímsli og vill okkur illt. Því miður er ekki lengi gert í mannkynssögunni að finna dæmi um hvernig tortryggni og ótti við útlendinga getur haft skelfilegar og ömurlegar afleiðingar í för með sér. Bara af því það er hægt að finna eitthvað í fari hans sem sýnir okkur að hann er öðruvísi, hann er ekki af ættbálknum okkar og gæti því rænt okkur svínakjetsstykkinu og gert okkur annan óskunda og þráir vafalaust að drepa okkur. Hvað það er sem gerir útlendinginn nógu ólíkan okkur sjálfum til að við viljum ráðast á hann, það getur verið hvað sem er, stundum bara að hann heldur með öðru fótboltaliði, en oftar þó að hann er af öðruvísi kyni en við, kannski önnur litasjattering á húðinni, eða það sem vinsælast er – hann játar aðra trú. Og þá vaknar tortryggnin og hatrið. Trúarbrögð koma einmitt við sögu í því hörmungarmáli sem nú skal frá greint.Dómkirkjan í lincolnCSI Á ÞRETTÁNDU ÖLDINNI Lík lítils drengs fannst í rotþró í lok ágúst. Hann hafði horfið fjórum vikum fyrr og ekki fundist þrátt fyrir heilmikla leit. Þetta var löngu áður en líkrannsóknir þær og sú meinafræði öll sem við þekkjum nú helst undir heitinu CSI voru á veg þróuð, en menn reyndu samt að skoða líkið sem nákvæmast þegar búið var að hífa það upp úr þrónni og skola af því skítinn. Og þá þótti það strax liggja ljóst fyrir að hann hefði verið myrtur. Á litlum kroppi hans voru svo mörg og margvísleg sár og meiðsli að mönnum fannst raunar liggja beint við að honum hefði ekki aðeins verið ráðinn bani, heldur hefði hann jafnvel verið píndur áður en hann dó. Og hann bara níu ára. Hver gat látið sér slíkt til hugar koma? Það var hræðilegt að hugsa til þess að í röðum heimamanna gæti lúrt slíkt skrímsli, hlaut morðinginn ekki frekar að vera einhver utanaðkomandi, einhver útlendingur? Þetta gerðist á Englandi árið 1255. Í þá tíð var loks farið að hilla undir lok sturlungaaldar á Íslandi, Flugumýrarbrenna hafði verið tveim árum fyrr og landsmenn voru óðum að sættast á þá tilhugsun að játast undir yfirráð Noregskóngs frekar en þurfa að þola hinn linnulausa innanlandsófrið og illdeilur. Á Englandi var hins vegar allt með kyrrum kjörum á yfirborðinu. Kóngur var Hinrik III, sonur Jóhanns þess landlausa sem þykir mestur eymingi enskra kónga, og Hinrik var reyndar enginn skörungur heldur. Ýmislegt kraumaði undir niðri, Hinrik kunni lítt með peninga að fara og ríkið var ekki vel statt, illa gekk að útkljá deilur við Frakka um erfðalönd Englandskónga þar, og fleira olli gremju með stjórn Hinriks. En hann var afar trúaður og hafði sýknt og heilagt guðsorð á vör og gekk til messu daglega og gaf mikla ölmusu fátækum og munaðarlausum og er jafnvel sagður hafa þvegið fætur holdsveikra til merkis um auðmýkt sína. Og svo vildi til að Hinrik var einmitt á ferð með hirð sína skammt þar frá sem lík litla drengsins fannst. Það var í borginni Lincoln sem þá var í hópi stærstu borga Englands og fræg fyrir gríðarmikla dómkirkju sem þá var hafin bygging á og átti eftir að verða sú hæsta og glæsilegasta í heimi í margar aldir. Sumarið 1255 höfðu byggingameistarar nýju dómkirkjunnar einmitt kallað til Hinrik kóng og spurt hvort þeir mættu rífa niður hluta af gömlum múrum kringum Lincoln og nota tilhöggna steinana í nýja kapellu í dómkirkjunni stóru. Því var kóngur nærri þegar þurfti að leysa gátuna um hver drap drenginn. BELASET ÆTLAR AÐ GIFTA SIG Hann hét reyndar Hugh, pilturinn, ekki seinna vænna að nefna fórnarlamb morðsins á nafn. Og þar sem menn stóðu og veltu fyrir sér hver morðinginn gæti verið, og kóngurinn var kominn og lét mjög að sér kveða og beinlínis krafðist þess í Kristí nafni að þetta grimmilega morðmál yrði leyst umsvifalaust, þá steig fram maður að nafn Jón og var frá þorpinu Laxton þar ekki allfjarri. Kannski var Jón sjálfur morðvargurinn, níðingur sem hafði drepið Hugh litla sér til andstyggilegrar fullnægju einhverrar, og vildi nú varpa sök á aðra, en kannski var hann bara hræddur og fannst þægilegra að morðinginn væri útlendingur. Og í Lincoln voru vissulega „útlendingar“ þótt þeir hefðu reyndar búið í borginni alla sína tíð, en það voru Gyðingar. Í borginni bjó hópur Gyðinga, sumir þeirra ágætlega stæðir, og þeir höfðu reynt að samlagast heimamönnum á flestan máta, nema þeir vildu halda í trú sína, passa hver upp á annan, og þar með urðu þeir alltaf útlendingar í augum hinna hræddu og þröngsýnu meðal heimamanna. Og nú benti Jón frá Laxton á að einmitt um það leyti sem Hugh litli hvarf, þá hefðu tekið að safnast til Lincoln Gyðingar úr öllu Englandi því stúlkan Belaset, dóttir eins ríkasta Gyðingsins í borginni, var þá að ganga í hjónaband. Var það tilviljun að svo margir Gyðingar voru í borginni um svipað leyti og Hugh var tekinn og píndur og myrtur? Gengu ekki sögur um að Gyðingar sætu um unga drengi og fórnuðu þeim og drykkju úr þeim blóðið á sínum ókristilegu hátíðum? Jú, slíkar sögur gengu. Og þær höfðu gengið í mörg hundruð ár um mestalla Evrópu og áttu eftir að ganga staflaust í margar aldir. Aldrei og hvergi fannst nokkur einasti fótur fyrir þessum sögum, en kom ekki í veg fyrir að íbúar Lincoln legðu nú eyrun við fleipri Jóns frá Laxton um að Gyðingar hlytu að hafa drepið Hugh litla. Svo fór að undir miklum hvatningum Hinriks kóngs um að leysa málið var Gyðingur búsettur í Lincoln gripinn og ákærður fyrir morðið. Hann hét Copin eða Jopin. Fyrst neitaði hann að vita nokkuð um málið, en að lokum játaði hann að hafa drepið Hugh litla – það kemur engum á óvart sem þekkir til „réttarfars“ á Englandi á 13. öld, því beitt var svo skefjalausum pyntingum að menn játuðu alltaf á endanum hvað sem var, til að sleppa við ægilegan sársaukann. Og þrautpíndur kroppur Copins var svo bundinn aftan í taglið á sprækum hesti og dreginn þannig um steinlagðar götur Lincoln; loks var blóðstykkið tekið hálfdautt eftir þessar aðfarir og hengt.Þokkadís af gyðingakyni Þokkadísin lokkar Hugh litla inn í garð, þar sem hann var svo gripinn og drepinn. Myndskreyting við kvæði sem ort var upp úr þessari ömurlegu sögu.KÓNGUR ER BLANKUR Hér hefði sagan getað endað, en það var öðru nær. Ótti Lincolnbúa við „útlendinginn“ var vakinn og heimtaði meira blóð. Og svo hafði kóngur uppgötvað að hann var orðinn helstil blankur þetta árið en þarna leyndist leið til að næla sér í pening. Svo var mál með vexti að misseri fyrr hafði Hinrik í þáverandi blankheitum sínum selt Ríkarði bróður sínum réttinn til að skattleggja Gyðinga á Englandi. Nú voru þeir peningar búnir sem kóngur fékk fyrir þann díl, og því ákvað hann í skyndi að eftirleiðis skyldi gert upptækt allt fé Gyðinga sem dæmdir væru fyrir einhverja glæpi og skyldi það renna til krúnunnar. Og nú gerðist margt í senn. Allir Gyðingar í Lincoln, níutíu talsins, voru handteknir og fluttir til London og læstir inni í The Tower. Og hófst nú undirbúningur að réttarhöldum þar sem þeir voru sakaðir um að hafa haft Hugh litla í haldi vikum saman og pínt hann við helgiathafnir sínar og loks krossfest hann eins og til að hæðast að krossfestingu Krists. Ákveðið var að kviðdómur af kristnum mektarmönnum skyldi kveða upp úr um sekt eða sakleysi, en átján þeirra mótmæltu harðlega þeirri málsmeðferð og vildu fá kviðdóm þar sem einnig sætu Gyðingar og myndu ekki trúa umyrðalaust hvaða lygi sem væri um trúbræður sína. Sú krafa þótti ein og sér nægjanleg sönnun þess að þessir 18 Gyðingar hlytu að vera sekir, og voru þeir teknir og hengdir formálalaust. Og allir eignir þeirra runnu til hins guðhrædda Hinriks III. SAMFÉLAG Í RÚST Þá varð hlé á réttarhöldum og svo fór að Ríkarður bróðir Hinriks mæltist til þess að hinum Gyðingunum yrði sleppt enda sekt þeirra ósönnuð, og lét Hinrik að lokum að vilja hans. Ríkarður var ekki eins trúaður og Hinrik en hins vegar töluvert réttsýnni maður, og óttaðist væntanlega í leiðinni að missa spón úr sínum aski ef skatttekjur hans af Gyðingum Lincolnborgar yrðu engar. En samfélag Gyðinga í Lincoln var í rúst, fimmtungur þess hafði látið lífið í þessum tilhæfulausu ofsóknum gegn „útlendingunum“. Kóngur fékk hins vegar pening sem dugði líklega fyrir allmörgum messum og fordómafullir íbúar Lincoln gátu talið sér trú um að þeir hefðu nú varist ægilegri árás hinna vondu útlendinga. En aldrei var náttúrlega upplýst hver hafði myrt hann Hugh litla. Og þó var það skrímsli vafalaust heimamaður eins og skrímsli eru yfirleitt.
Flækjusaga Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira