Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 23:45 Gunnar var hrikalega flottur á vigtinni í kvöld. vísir/getty Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. Þá fór vigtun fram fyrir UFC 194 og það er líklega búin að vera loftbrú frá Írlandi til Las Vegas í allan dag því fjöldi Íra margfaldaðist í dag og þeir gjörsamlega áttu húsið í kvöld er þeirra menn, Conor McGregor og Gunnar Nelson, stigu á vigtina. Gunnar Nelson þurfti að missa tæp þrjú kíló í dag og hefur verið í heitu baði og öðru slíku síðan í morgun. Gunnar náði vigtinni rétt eins og venjulega. Bæði hann og Maia voru 77 kg. Conor McGregor er þekktur fyrir að þurfa að missa mörg kíló og er oft ansi ófrýnilegur á þessum degi. Þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði á Twitter í dag að niðurskurðurinn hefði aldrei verið eins auðveldur og núna. Það gekk eftir og allt annað að sjá Conor en á síðustu vigtunum. Þegar kapparnir voru búnir að vigta sig þá þurftu þeir að horfast í augu í síðasta skipti þar til þeir mæta í búrið aðra nótt. Munaði minnstu að Conor og Jose Aldo hæfu bardaginn sinn í kvöld en Dana White, forseti UFC, náði að skilja þá að. Hægt er að horfa á alla vigtunina hér fyrir neðan. Gunnar Nelson kom á undan inn í salinn og hans vigtun hefst eftir 20 mínútur og 50 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan. MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. Þá fór vigtun fram fyrir UFC 194 og það er líklega búin að vera loftbrú frá Írlandi til Las Vegas í allan dag því fjöldi Íra margfaldaðist í dag og þeir gjörsamlega áttu húsið í kvöld er þeirra menn, Conor McGregor og Gunnar Nelson, stigu á vigtina. Gunnar Nelson þurfti að missa tæp þrjú kíló í dag og hefur verið í heitu baði og öðru slíku síðan í morgun. Gunnar náði vigtinni rétt eins og venjulega. Bæði hann og Maia voru 77 kg. Conor McGregor er þekktur fyrir að þurfa að missa mörg kíló og er oft ansi ófrýnilegur á þessum degi. Þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði á Twitter í dag að niðurskurðurinn hefði aldrei verið eins auðveldur og núna. Það gekk eftir og allt annað að sjá Conor en á síðustu vigtunum. Þegar kapparnir voru búnir að vigta sig þá þurftu þeir að horfast í augu í síðasta skipti þar til þeir mæta í búrið aðra nótt. Munaði minnstu að Conor og Jose Aldo hæfu bardaginn sinn í kvöld en Dana White, forseti UFC, náði að skilja þá að. Hægt er að horfa á alla vigtunina hér fyrir neðan. Gunnar Nelson kom á undan inn í salinn og hans vigtun hefst eftir 20 mínútur og 50 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan.
MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira