Abby Wambach stefnir hátt í golfinu 20. desember 2015 11:30 Wamback kom sá og sigraði á HM. Getty Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skónna á hilluna í vikunni en hún er goðsögn í lifanda lífi vestanhafs eftir að hafa skorað 184 mörk í 255 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Hún fór einnig fyrir bandaríska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu fyrr á árinu en hún hyggur nú á að skipta fótboltanum út fyrir golfið. Faðir Wamback er meðlimur í Oak Hill klúbbnum sem hefur oft haldið Ryder-bikarinn og hún hefur sést mikið á golfvellinum undanfarið. Spurð út í golfáhugan þá segist hún einfaldlega elska golf. „Ég held að draumastarfið mitt væri að vera atvinnukona í golfi, ég væri mikið til í að vera nógu góð til þess að vinna við að spila golf. Veikleikarnir hjá mér eru upphafshöggin en ég mjög góð á flötunum.“ Wambach er ekki eina knattspyrnustjarnan sem dreymir um atvinnuferil í golfi en Jimmy Bullard, fyrrverandi leikmaður Wigan, Hull og Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur reynt fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin tvö ár. Þá er Úkraínumaðurinn Andrei Schevchenko einnig öflugur kylfingur sem hefur fengið þátttökurétt í mótum á Áskorendamótaröðinni, þeirri sömu og Birgir Leifur Hafþórsson leikur á. Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skónna á hilluna í vikunni en hún er goðsögn í lifanda lífi vestanhafs eftir að hafa skorað 184 mörk í 255 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Hún fór einnig fyrir bandaríska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu fyrr á árinu en hún hyggur nú á að skipta fótboltanum út fyrir golfið. Faðir Wamback er meðlimur í Oak Hill klúbbnum sem hefur oft haldið Ryder-bikarinn og hún hefur sést mikið á golfvellinum undanfarið. Spurð út í golfáhugan þá segist hún einfaldlega elska golf. „Ég held að draumastarfið mitt væri að vera atvinnukona í golfi, ég væri mikið til í að vera nógu góð til þess að vinna við að spila golf. Veikleikarnir hjá mér eru upphafshöggin en ég mjög góð á flötunum.“ Wambach er ekki eina knattspyrnustjarnan sem dreymir um atvinnuferil í golfi en Jimmy Bullard, fyrrverandi leikmaður Wigan, Hull og Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur reynt fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin tvö ár. Þá er Úkraínumaðurinn Andrei Schevchenko einnig öflugur kylfingur sem hefur fengið þátttökurétt í mótum á Áskorendamótaröðinni, þeirri sömu og Birgir Leifur Hafþórsson leikur á.
Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira