Lífið

Hawking og Beckham mættu á BAFTA

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Felicity Jones, David Beckham og Eddie Redmayne,
Felicity Jones, David Beckham og Eddie Redmayne, Visir/Getty
Bresku kvikmyndaverðlaunin voru afhent á sunnudag.

Kvikmyndin Boyhood var valin besta myndin og fengu þau Eddie Redmyne og Julianne Moore verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Kvikmyndin Theory of Everything var valin besta breska myndin og Richard Linklater fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn.

Fjöldi stjarna mættu á hátíðina, meðal annarra fyrrum knattspyrnumaðurinn David Beckham og stærðfræðingurinn Stephen Hawking, en kvikmyndin The Theory of Everything fjallar einmitt um líf hans og starf.

Leikkonan Julianne Moore stóð uppúr á rauða dreglinum, klædd í glæsilegan kjól eftir Tom Ford.

Stephen Hawking og Lucy HawkingVisir/getty
Stephen Hawking mætti á rauða dregilinn ásamt dóttur sinni Lucy Hawking.

Eddie Redmayne og Hannah BagshaweVisir/Getty
Leikarinn Eddie Redmayne ásamt eiginkonu sinni Hannah Bagshaw sem var í kjól frá Valentino.

Felicity JonesVísir/Getty
Leikkonan Felicity Jones í Dior

Léa SeydouxVisir/getty
Nýja Bond stúlkan, hin franska Léa Seydoux í Prada.

Julianne MooreVisir/getty
Leikkonan Julianne Moore bar af í rauðum kjól frá Tom Ford

Laura BaileyVisir/getty
Leikkonan Laura Bailey í kjól frá Emilia Wickstead






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.