Margra barna mæður - Fimm börn, þrjár háskólagráður og fyrirtæki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2015 11:07 „Það tekur alltaf smá tíma eftir fæðingu hvers barns að finna taktinn en svo raðast þetta einhvern veginn upp,“ segir Rakel Halldórsdóttir sem er viðmælandi í lokaþættinum af Margra barna mæðrum, en þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Rakel er gift Arnari Bjarnasyni doktor í tónsmíðum og býr í Reykjavík ásamt honum og börnum þeirra fimm; Grétu, Halldóri Agli, Áslaugu Birnu, Maríu Önnu og Ellen Elísabetu. Hjónin reka tvær verslanir undir nafninu Frú Lauga og hófu nýverið tilraunaræktun í 300 fermetra gróðurhúsi í Laugardal. „Við opnuðum fyrri verslunina eftir hrun,“ segir Rakel en segja má að Frú Lauga sé nokkurs konar bændamarkaður í borginni. Rakel er með þrjár háskólagráður. BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, gráðu í safnfræðum frá Harvard og meistaragráðu frá sama háskóla með áherslu á sögu lista og arkitektúrs. „Ég var framkvæmdastjóri Safnaráðs í tíu ár, en þegar börnin voru orðin fimm gekk það ekki upp lengur. Mér líður mjög vel í mínu starfi í dag þótt það tengist menntun minni ekki beint.“ Hún segir þau hjónin ekki hafa stefnt að því leynt og ljóst að eignast mörg börn, en að henni hafi alltaf fundist hugmyndin heillandi. „Maður sá náttúrulega Sound of Music og fannst þetta heillandi,“ segir hún og hlær. „Svo er ég sjálf næstelst í fimm barna hópi.“Meðfylgjandi er brot úr þættinum sem hefst kl. 20.05 í kvöld. Margra barna mæður Tengdar fréttir Margra barna mæður: Gekk fjórum börnum í móðurstað og eignaðist sex sjálf Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar. 1. apríl 2015 12:51 Margra barna mæður: Sjö börn á sautján árum "Ég var alveg hætt að eiga börn þegar ég var búin að eignast þrjú,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. 8. apríl 2015 09:35 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
„Það tekur alltaf smá tíma eftir fæðingu hvers barns að finna taktinn en svo raðast þetta einhvern veginn upp,“ segir Rakel Halldórsdóttir sem er viðmælandi í lokaþættinum af Margra barna mæðrum, en þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Rakel er gift Arnari Bjarnasyni doktor í tónsmíðum og býr í Reykjavík ásamt honum og börnum þeirra fimm; Grétu, Halldóri Agli, Áslaugu Birnu, Maríu Önnu og Ellen Elísabetu. Hjónin reka tvær verslanir undir nafninu Frú Lauga og hófu nýverið tilraunaræktun í 300 fermetra gróðurhúsi í Laugardal. „Við opnuðum fyrri verslunina eftir hrun,“ segir Rakel en segja má að Frú Lauga sé nokkurs konar bændamarkaður í borginni. Rakel er með þrjár háskólagráður. BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, gráðu í safnfræðum frá Harvard og meistaragráðu frá sama háskóla með áherslu á sögu lista og arkitektúrs. „Ég var framkvæmdastjóri Safnaráðs í tíu ár, en þegar börnin voru orðin fimm gekk það ekki upp lengur. Mér líður mjög vel í mínu starfi í dag þótt það tengist menntun minni ekki beint.“ Hún segir þau hjónin ekki hafa stefnt að því leynt og ljóst að eignast mörg börn, en að henni hafi alltaf fundist hugmyndin heillandi. „Maður sá náttúrulega Sound of Music og fannst þetta heillandi,“ segir hún og hlær. „Svo er ég sjálf næstelst í fimm barna hópi.“Meðfylgjandi er brot úr þættinum sem hefst kl. 20.05 í kvöld.
Margra barna mæður Tengdar fréttir Margra barna mæður: Gekk fjórum börnum í móðurstað og eignaðist sex sjálf Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar. 1. apríl 2015 12:51 Margra barna mæður: Sjö börn á sautján árum "Ég var alveg hætt að eiga börn þegar ég var búin að eignast þrjú,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. 8. apríl 2015 09:35 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Margra barna mæður: Gekk fjórum börnum í móðurstað og eignaðist sex sjálf Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar. 1. apríl 2015 12:51
Margra barna mæður: Sjö börn á sautján árum "Ég var alveg hætt að eiga börn þegar ég var búin að eignast þrjú,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. 8. apríl 2015 09:35