Engin huggun að vera skást Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Gærdaginn, þann 14. apríl, tileinkuðu Bandaríkjamenn launajafnrétti. Dagsetningin er engin tilviljun. Vilji þarlendar konur þéna árslaun karla verða þær að viðbættu ársverki að vinna frá janúarbyrjun til þessa dags að auki. Svo sláandi er launamunurinn. En hvar stöndum við í samanburðinum? Ísland er fremst allra þjóða í jafnréttismálum ef marka má síðustu sex úttektir Alþjóðaefnahagsráðsins á jafnrétti kynjanna. Úttektin tekur mið af 135 þjóðum og leggur mat á stöðuna meðal annars út frá launajafnrétti. Nýlega birti VR árlega launakönnun sem sýndi glögglega að konur innan VR fá ekki sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Niðurstöðurnar sýndu 8,5 prósenta launamun þegar tekið er tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og annarra þátta sem áhrif hafa. Sama var uppi á teningnum þegar launakönnun SFR var birt á haustmánuðum. Þar mældist launamunur kynjanna 10 prósent. Í sundur dró frá árinu áður – kynbundinn launamunur minnkar ekki. Tölurnar staðfesta þá köldu staðreynd að enn er settur lægri verðmiði á framlag kvenna á vinnumarkaði. Því er holur hljómur í því að benda á skrautfjaðrir sem segja Ísland meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Þó að vissulega séu tíðindin jákvæð er enn langt í land á þessari vegferð. Svo langt, að konur fá greitt fyrir hverja 11 mánuði ársins á móti 12 mánuðum karla. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti gáfu mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar út bæklinginn Kynlegar tölur í fjórða sinn. Bæklingurinn varpar ljósi á ótrúlegar tölur sem glögglega sýna ólíka stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði og raunar á fjölmörgum öðrum sviðum. Á sama tíma hreykjum við okkur af jafnréttissigrum og finnum huggun í því að vera skást. Vandamálið liggur víða. Markmið íslensku fæðingarorlofslöggjafarinnar er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. Þak á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði hefur þó leitt til þess að tekjuháir feður nýta síður rétt sinn til töku orlofs. Kynbundinn launamunur á heimilinu leiðir óhjákvæmilega til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar fyrir fjölskylduna. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Árið 2012 var settur á fót aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Þótt fagna beri skipan hópsins hefur hann auðsjáanlega ekki skilað miklu. Hann virðist enn eitt dæmið um aðferðir stjórnvalda við lausn vandamála – setja þau í nefnd, loka augunum og vona það besta. Vissulega er vandinn flókinn og á sér rætur víða í samfélaginu. Þverpólitísk samstaða er um málið og virðast aðilar vinnumarkaðarins sammála um að flækjuna þurfi að leysa. Vandinn er okkar allra og okkar allra er ábyrgðin. Hann verður til staðar hvern einasta dag þar til vinnuframlag karla og kvenna verður jafngilt. Við megum ekki sækja huggun í samanburði við skemmra komnar þjóðir. Það þarf að höggva á hnútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Gærdaginn, þann 14. apríl, tileinkuðu Bandaríkjamenn launajafnrétti. Dagsetningin er engin tilviljun. Vilji þarlendar konur þéna árslaun karla verða þær að viðbættu ársverki að vinna frá janúarbyrjun til þessa dags að auki. Svo sláandi er launamunurinn. En hvar stöndum við í samanburðinum? Ísland er fremst allra þjóða í jafnréttismálum ef marka má síðustu sex úttektir Alþjóðaefnahagsráðsins á jafnrétti kynjanna. Úttektin tekur mið af 135 þjóðum og leggur mat á stöðuna meðal annars út frá launajafnrétti. Nýlega birti VR árlega launakönnun sem sýndi glögglega að konur innan VR fá ekki sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Niðurstöðurnar sýndu 8,5 prósenta launamun þegar tekið er tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og annarra þátta sem áhrif hafa. Sama var uppi á teningnum þegar launakönnun SFR var birt á haustmánuðum. Þar mældist launamunur kynjanna 10 prósent. Í sundur dró frá árinu áður – kynbundinn launamunur minnkar ekki. Tölurnar staðfesta þá köldu staðreynd að enn er settur lægri verðmiði á framlag kvenna á vinnumarkaði. Því er holur hljómur í því að benda á skrautfjaðrir sem segja Ísland meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Þó að vissulega séu tíðindin jákvæð er enn langt í land á þessari vegferð. Svo langt, að konur fá greitt fyrir hverja 11 mánuði ársins á móti 12 mánuðum karla. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti gáfu mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar út bæklinginn Kynlegar tölur í fjórða sinn. Bæklingurinn varpar ljósi á ótrúlegar tölur sem glögglega sýna ólíka stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði og raunar á fjölmörgum öðrum sviðum. Á sama tíma hreykjum við okkur af jafnréttissigrum og finnum huggun í því að vera skást. Vandamálið liggur víða. Markmið íslensku fæðingarorlofslöggjafarinnar er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. Þak á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði hefur þó leitt til þess að tekjuháir feður nýta síður rétt sinn til töku orlofs. Kynbundinn launamunur á heimilinu leiðir óhjákvæmilega til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar fyrir fjölskylduna. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Árið 2012 var settur á fót aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Þótt fagna beri skipan hópsins hefur hann auðsjáanlega ekki skilað miklu. Hann virðist enn eitt dæmið um aðferðir stjórnvalda við lausn vandamála – setja þau í nefnd, loka augunum og vona það besta. Vissulega er vandinn flókinn og á sér rætur víða í samfélaginu. Þverpólitísk samstaða er um málið og virðast aðilar vinnumarkaðarins sammála um að flækjuna þurfi að leysa. Vandinn er okkar allra og okkar allra er ábyrgðin. Hann verður til staðar hvern einasta dag þar til vinnuframlag karla og kvenna verður jafngilt. Við megum ekki sækja huggun í samanburði við skemmra komnar þjóðir. Það þarf að höggva á hnútinn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun