Pavel: Ég var þungur og kærastan fékk að líða fyrir það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2015 17:03 Vísir/Þórdís Inga Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30
Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum