Audi vinnur fyrsta þolakstur ársins Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 09:57 Porsche 919 bílinn í keppninni í Silverstone um helgina. Mikill áhugi er fyrir þolaksturskeppnum ársins og bílaframleiðendum þeim sem senda bíla til keppni hefur fjölgað og nú er Porsche meðal þáttakenda, í fyrsta skipti í langan tíma. Fyrsta keppnin í keppnisröðinni World Endurance Championship var haldin á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Sigurvegari þar var Audi með ökumennina Andre Lotterer, Benoit treluyer og Marcel Fassler undir stýri. Porsche 919 með Mark Webber og Brendon Hartley og Timo Bernhard við stýrið veittu þó Audi bílnum harða keppni og komu aðeins 4,6 sekúndum á eftir. Toyota átti bílana sem komu í þriðja og fjórða sætinu og var sá fyrri aðeins 14,8 sekúndum á eftir Audi bílnum og var því keppnin að þessu sinni afar spennandi. Þessi keppni er ekki eins löng og hin fræga Le Mans þolaksturskeppni sem tekur einn sólarhring, en ekið var í 6 klukkutíma í Silverstone. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Mikill áhugi er fyrir þolaksturskeppnum ársins og bílaframleiðendum þeim sem senda bíla til keppni hefur fjölgað og nú er Porsche meðal þáttakenda, í fyrsta skipti í langan tíma. Fyrsta keppnin í keppnisröðinni World Endurance Championship var haldin á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Sigurvegari þar var Audi með ökumennina Andre Lotterer, Benoit treluyer og Marcel Fassler undir stýri. Porsche 919 með Mark Webber og Brendon Hartley og Timo Bernhard við stýrið veittu þó Audi bílnum harða keppni og komu aðeins 4,6 sekúndum á eftir. Toyota átti bílana sem komu í þriðja og fjórða sætinu og var sá fyrri aðeins 14,8 sekúndum á eftir Audi bílnum og var því keppnin að þessu sinni afar spennandi. Þessi keppni er ekki eins löng og hin fræga Le Mans þolaksturskeppni sem tekur einn sólarhring, en ekið var í 6 klukkutíma í Silverstone.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent