Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Ritstjórn Glamour skrifar 27. mars 2015 11:00 Páskalambið. Glamour/Ernir Oddný Magnadóttir hefur ótvíræða hæfileika í eldhúsinu, en sjálf kallar hún sig ósköp venjulegan kjötsúpukokk. Hún er forfallin áhugamanneskja um að slæpast um í erlendum stórborgum, er annálaður fagurkeri og finnst skemmtilegast af öllu að fá öll börnin sex í mat á sunnudögum. Oddný deilir hér með lesendum uppskrift að marokkóskri páskaveislu.OddnýTeikning/Rakel TómasdóttirMarókóskt lambalæri með döðlum og apríkósum2,5 kílóa læri, biðjið kjötkaupmanninn um að fjarlægja rófu, mjaðmabein og hækil. Það er miklu þægilegra að skera lærið. ras- el- hanout kryddblanda safi úr tveimur sítrónum 6 msk. ólífuolía 3 væn hvítlauksrif eða 6 smærri fínt söxuð eða pressuð ein lúka af þurrkuðum apríkósum – saxaðar frekar smátt ein lúka af þurrkuðum döðlum – saxaðar frekar smátt búnt af fersku koriander, saxað smátt Gerið frekar djúpa skurði víðsvegar um lærið Blandið saman kryddi, sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu og hrærið vel saman. Bætið döðlum, apríkósum og kóríander saman við blönduna. Notið fingurna við að troða blöndunni í skurðina og nuddið síðan lærið allt með blöndunni. Setjið í plastpoka og komið fyrir í ísskáp og látið marinerast í sólahring að minnsta kosti. Hitið ofninn í 200°, takið lærið úr kæli 30 mín. fyrir eldun þannig að það nái stofuhita. Setjið lærið í ofnskúffu og kreistið alla umfram marineringu úr pokanum yfir lærið. Steikið í 1 og ½ tíma eða svo og þá ætti lærið að vera meyrt.Ath. að lærið verður frekar dökkt . Hvílið lærið á borði í allavega 15 mínútur. Það þolir alveg að standa dágóða stund áður en það er skorið og verður bara betra. AppelsínusalatGlamour/ErnirAppelsínusalat með quinoa og ólífumAppelsínur er mikið notaðar í matargerð í Marókkó og þetta er hefbundið appelsínusalat en með smá viðbót sem gerir það að góðum kosti fyrir þá sem ekki borða kjöt. Með því að bæta í það Quinoa og Rukola salati er komð matarmikið og ferskt salat sem heldur samt uppruna sínum. 1 msk. sherry vinaegar safi úr einni – tveimur appelsínum 2 tsk. sætt paprikkuduft ¼ tsk cayennepipar 6 msk jómfrúar ólífuolía 2 stórar og góðar steinlausar appelsínur 2 pokar af rukola salati 2 bollar af soðnu quinoa 1 matskeið kókosolía 2 tsk malað fennel 2 tsk malað cummin 2 smáir shallot laukar sneiddir fínt 20 kalamata ólífur 1 bolli af fínt saxaðri ferskri myntu fínt rifin börkur af einu lime. Byrjið á að gera dressinguna og smakkið hana til. Sjóðið Quinóa samkvæmt leiðbeiningumá pakka og saltið vatnið – kælið Þegar quinóað hefur kólnað aðeins bræðið þá eina matskeið af kókosolíu á pönnu og ristið kornið létt með fennel og cumin kryddi. Skerið botn og topp af appelsínunum og sneiðið börkin af alveg inní kjöt. Sneiðið síðan appelsínuna í fallegar sneiðar og skiptið sneiðunum í tvennt eða fernt. Blandið saman í skál rukola, ólífum, lauk, myntu, quinoa og appelsínusneiðum og helming af dressingu og blandið vel saman. Hrúgið á fat og bætið við dressing ef vill.GulrótarsalatGlamour/ErnirMarókóskt gulrótarsalat með rúsinum og harissa dressingu.Gulrætur eru mikið notaðar sem meðlæti með mat í Marókkó, bæði soðnar og rifnar. Harissa er mauk gert úr chilli og í þessari uppskrift er hægt að stjórna hversu sterk dressingin er. Við gerðum hana frekar milda þannig að hún henti öllum. Þessa uppskrift er hægt að gera fyrirfram og leyfa gulrótunum og rúsinunum að marinerast yfir daginn í dressingunni og bæta svo fersku koriander og fetaosti við þegar salatið er borið fram. Þetta ferska og bragðmikla salat fer einstaklega vel með lambinu. 2 tsk. harissa chilli mauk (hér má setja meira ef óskað er eftir sterkari dressingu) safi úr einni sítrónu 4 msk. olivuolía Salt og nýmalaður pipar. 5-6 vænar gulrætur rifnar á mandolini eða í matvinnsluvél 1 bolli rúsinur 1 búnt af ferksu Koriander biti af hreinum fetaosti mulinn smátt Byrjið á að gera dressinguna og smakkið hana til. Rífið gulræturnar og blandið saman við dressinguna ásamt rúsinum, kórinader og fetaosti. Kælið í smá stund áður en borið er fram.Salatið má gera að morgni og geyma í kæli yfir daginn. Bætið korinader og feta saman við þegar bera á salatið fram. Dressingu má gera deginum áður og geyma í kæli yfir nótt.Glamour/ErnirCacik - Tyrknesk tsatsiki agúrkusósa1 agúrka 500 gr grísk jógúrt 1 msk. þurrkuð mynta 1-2 tsk salt 1 búnt af ferskri myntu, saxað frekar smátt 1-2 hvítlauksrif, rifið fínt eða pressað jómfrúarolía Afhýðið agúrkuna og skerið í fína bita Hrærið saman jógúrt, hvítlauk, þurrkaðri og fersku myntunni (geymið smá af ferskri myntu til að skreyta með) Bætið agúrkunni saman við og blandið vel saman. Toppið með restinni af myntunni og hellið smá af olíu yfir allt.Við mælum ekki með að þið látið þessa bíða of lengi í ísskáp. Þessi fer afar vel með lambakjöti og öðru vel krydduðu kjöti.Nan brauðEinfalt nan brauð sem hægt er að baka bæði á grilli eða í ofninum á meðan lærið er að hvíla sig. 1 pakki þurrger (12gr) 2 msk sykur 200 ml ylvolg mjólk 600 gr hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk ólífuolía 200 gr ab mjólk 25 gr smjör 1 hvítlauksrif flögusalt lúkufylli af fersku koriander saxað fínt blandið geri og sykri í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 10-15 mínútur eða þangað til gerið og sykurinn er uppleyst og gerið komið af stað. Bætið hveiti, salti, olíu, lyftidufti og ab mjólk saman við og hnoðið deigið vel eða þangað til það er slétt. Bætið við hveiti ef það er of lint eða olíu ef ykkur finnst það of þurrt. Látið hefast á hlýjum stað í 1 klukkutíma. Stillið bakaraofn á hæsta hita eða grillið. Skiptið deiginu í 8-10 hluta og fletjið hverja kúlu út frekar þunnt. Bakið brauðin á efri grind á grillinu eða í heitum ofni í 5-8 mínútur. Bræðið smjör og pressið hvítlauksrifið í smjörið. Pennslið brauðið með heitu smjöri þegar það kemur úr ofninum, saltið og dreifið koriander yfir. MyntuteÍ Marókkó er myntute hluti af öllum máltíðum og allstaðar er boðið uppá myntute. Frískandi og dísætt teið er hluti af menningunni og það þykir nánast ókurteisi að neita glasi af tei. Uppskriftin hér fyrir neðan inniheldur mikinn sykur en þannig er upprunalegt marókoskt te búið til. Þið getið svo aðlagað uppskriftina að eigin smekk, sleppt sykri eða notað agave sýróp, hunang eða hvað sem er til að sæta teið allt að ykkar smekk. 6 bollar soðið vatn 2 msk laust grænt te eða 4 tepokar 1 bolli sykur heilt knippi af ferksri myntu með stönglum. Sjóðið vatnið. Setjið græna teið í teketil og tvo bolla af soðnu vatni yfir. Látið bíða í 3 mínútur. Setjið síðan sykurinn og alla myntuna með stönglum og öllu í ketilinn og hellið restinni af vatninu yfir. Látið standa í 5 mínútur, hrærið upp í blöndunni og látið standa í aðrar 5 mínútur. Hellið í falleg glös í gegnum fínt sigti ef notuð eru telauf.Myntute er alveg jafn gott kalt á heitum dögum.Allt hráefni fæst í Hagkaup.Glamour/Ernir Glamour Heimili Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour
Oddný Magnadóttir hefur ótvíræða hæfileika í eldhúsinu, en sjálf kallar hún sig ósköp venjulegan kjötsúpukokk. Hún er forfallin áhugamanneskja um að slæpast um í erlendum stórborgum, er annálaður fagurkeri og finnst skemmtilegast af öllu að fá öll börnin sex í mat á sunnudögum. Oddný deilir hér með lesendum uppskrift að marokkóskri páskaveislu.OddnýTeikning/Rakel TómasdóttirMarókóskt lambalæri með döðlum og apríkósum2,5 kílóa læri, biðjið kjötkaupmanninn um að fjarlægja rófu, mjaðmabein og hækil. Það er miklu þægilegra að skera lærið. ras- el- hanout kryddblanda safi úr tveimur sítrónum 6 msk. ólífuolía 3 væn hvítlauksrif eða 6 smærri fínt söxuð eða pressuð ein lúka af þurrkuðum apríkósum – saxaðar frekar smátt ein lúka af þurrkuðum döðlum – saxaðar frekar smátt búnt af fersku koriander, saxað smátt Gerið frekar djúpa skurði víðsvegar um lærið Blandið saman kryddi, sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu og hrærið vel saman. Bætið döðlum, apríkósum og kóríander saman við blönduna. Notið fingurna við að troða blöndunni í skurðina og nuddið síðan lærið allt með blöndunni. Setjið í plastpoka og komið fyrir í ísskáp og látið marinerast í sólahring að minnsta kosti. Hitið ofninn í 200°, takið lærið úr kæli 30 mín. fyrir eldun þannig að það nái stofuhita. Setjið lærið í ofnskúffu og kreistið alla umfram marineringu úr pokanum yfir lærið. Steikið í 1 og ½ tíma eða svo og þá ætti lærið að vera meyrt.Ath. að lærið verður frekar dökkt . Hvílið lærið á borði í allavega 15 mínútur. Það þolir alveg að standa dágóða stund áður en það er skorið og verður bara betra. AppelsínusalatGlamour/ErnirAppelsínusalat með quinoa og ólífumAppelsínur er mikið notaðar í matargerð í Marókkó og þetta er hefbundið appelsínusalat en með smá viðbót sem gerir það að góðum kosti fyrir þá sem ekki borða kjöt. Með því að bæta í það Quinoa og Rukola salati er komð matarmikið og ferskt salat sem heldur samt uppruna sínum. 1 msk. sherry vinaegar safi úr einni – tveimur appelsínum 2 tsk. sætt paprikkuduft ¼ tsk cayennepipar 6 msk jómfrúar ólífuolía 2 stórar og góðar steinlausar appelsínur 2 pokar af rukola salati 2 bollar af soðnu quinoa 1 matskeið kókosolía 2 tsk malað fennel 2 tsk malað cummin 2 smáir shallot laukar sneiddir fínt 20 kalamata ólífur 1 bolli af fínt saxaðri ferskri myntu fínt rifin börkur af einu lime. Byrjið á að gera dressinguna og smakkið hana til. Sjóðið Quinóa samkvæmt leiðbeiningumá pakka og saltið vatnið – kælið Þegar quinóað hefur kólnað aðeins bræðið þá eina matskeið af kókosolíu á pönnu og ristið kornið létt með fennel og cumin kryddi. Skerið botn og topp af appelsínunum og sneiðið börkin af alveg inní kjöt. Sneiðið síðan appelsínuna í fallegar sneiðar og skiptið sneiðunum í tvennt eða fernt. Blandið saman í skál rukola, ólífum, lauk, myntu, quinoa og appelsínusneiðum og helming af dressingu og blandið vel saman. Hrúgið á fat og bætið við dressing ef vill.GulrótarsalatGlamour/ErnirMarókóskt gulrótarsalat með rúsinum og harissa dressingu.Gulrætur eru mikið notaðar sem meðlæti með mat í Marókkó, bæði soðnar og rifnar. Harissa er mauk gert úr chilli og í þessari uppskrift er hægt að stjórna hversu sterk dressingin er. Við gerðum hana frekar milda þannig að hún henti öllum. Þessa uppskrift er hægt að gera fyrirfram og leyfa gulrótunum og rúsinunum að marinerast yfir daginn í dressingunni og bæta svo fersku koriander og fetaosti við þegar salatið er borið fram. Þetta ferska og bragðmikla salat fer einstaklega vel með lambinu. 2 tsk. harissa chilli mauk (hér má setja meira ef óskað er eftir sterkari dressingu) safi úr einni sítrónu 4 msk. olivuolía Salt og nýmalaður pipar. 5-6 vænar gulrætur rifnar á mandolini eða í matvinnsluvél 1 bolli rúsinur 1 búnt af ferksu Koriander biti af hreinum fetaosti mulinn smátt Byrjið á að gera dressinguna og smakkið hana til. Rífið gulræturnar og blandið saman við dressinguna ásamt rúsinum, kórinader og fetaosti. Kælið í smá stund áður en borið er fram.Salatið má gera að morgni og geyma í kæli yfir daginn. Bætið korinader og feta saman við þegar bera á salatið fram. Dressingu má gera deginum áður og geyma í kæli yfir nótt.Glamour/ErnirCacik - Tyrknesk tsatsiki agúrkusósa1 agúrka 500 gr grísk jógúrt 1 msk. þurrkuð mynta 1-2 tsk salt 1 búnt af ferskri myntu, saxað frekar smátt 1-2 hvítlauksrif, rifið fínt eða pressað jómfrúarolía Afhýðið agúrkuna og skerið í fína bita Hrærið saman jógúrt, hvítlauk, þurrkaðri og fersku myntunni (geymið smá af ferskri myntu til að skreyta með) Bætið agúrkunni saman við og blandið vel saman. Toppið með restinni af myntunni og hellið smá af olíu yfir allt.Við mælum ekki með að þið látið þessa bíða of lengi í ísskáp. Þessi fer afar vel með lambakjöti og öðru vel krydduðu kjöti.Nan brauðEinfalt nan brauð sem hægt er að baka bæði á grilli eða í ofninum á meðan lærið er að hvíla sig. 1 pakki þurrger (12gr) 2 msk sykur 200 ml ylvolg mjólk 600 gr hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk ólífuolía 200 gr ab mjólk 25 gr smjör 1 hvítlauksrif flögusalt lúkufylli af fersku koriander saxað fínt blandið geri og sykri í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 10-15 mínútur eða þangað til gerið og sykurinn er uppleyst og gerið komið af stað. Bætið hveiti, salti, olíu, lyftidufti og ab mjólk saman við og hnoðið deigið vel eða þangað til það er slétt. Bætið við hveiti ef það er of lint eða olíu ef ykkur finnst það of þurrt. Látið hefast á hlýjum stað í 1 klukkutíma. Stillið bakaraofn á hæsta hita eða grillið. Skiptið deiginu í 8-10 hluta og fletjið hverja kúlu út frekar þunnt. Bakið brauðin á efri grind á grillinu eða í heitum ofni í 5-8 mínútur. Bræðið smjör og pressið hvítlauksrifið í smjörið. Pennslið brauðið með heitu smjöri þegar það kemur úr ofninum, saltið og dreifið koriander yfir. MyntuteÍ Marókkó er myntute hluti af öllum máltíðum og allstaðar er boðið uppá myntute. Frískandi og dísætt teið er hluti af menningunni og það þykir nánast ókurteisi að neita glasi af tei. Uppskriftin hér fyrir neðan inniheldur mikinn sykur en þannig er upprunalegt marókoskt te búið til. Þið getið svo aðlagað uppskriftina að eigin smekk, sleppt sykri eða notað agave sýróp, hunang eða hvað sem er til að sæta teið allt að ykkar smekk. 6 bollar soðið vatn 2 msk laust grænt te eða 4 tepokar 1 bolli sykur heilt knippi af ferksri myntu með stönglum. Sjóðið vatnið. Setjið græna teið í teketil og tvo bolla af soðnu vatni yfir. Látið bíða í 3 mínútur. Setjið síðan sykurinn og alla myntuna með stönglum og öllu í ketilinn og hellið restinni af vatninu yfir. Látið standa í 5 mínútur, hrærið upp í blöndunni og látið standa í aðrar 5 mínútur. Hellið í falleg glös í gegnum fínt sigti ef notuð eru telauf.Myntute er alveg jafn gott kalt á heitum dögum.Allt hráefni fæst í Hagkaup.Glamour/Ernir
Glamour Heimili Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Glamour Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Leonardo DiCaprio er hinn fullkomni kærasti Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour