Lífið

Heimamaðurinn Júníus Meyvant treður upp á Þjóðhátíð

Guðrún Ansnes skrifar
Júníus Meyvant ætlar trylla lýðinn með þjóðlagaskotinni tónlist sinni.
Júníus Meyvant ætlar trylla lýðinn með þjóðlagaskotinni tónlist sinni. Vísir/Daniel
Staðfest hefur verið að tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant muni troða upp á Þjóðhátíð í sumar. Kom Júníus eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf í fyrra með lagin Color Decay. Júníus hlaut til dæmis verðlaun fyrir besta popplag ársins ásamt því að vera valinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum.



Hrifnastur af hvítu tjöldunum

Júníus, eða Unnar Gísli Sigurmundsson, er borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum svo það kemur eflaust einhverjum á óvart að sjálfur hefur hann aðeins verið viðstaddur fjórar Þjóðhátíðir í gegnum tíðina. „Ég hlakka mikið til, þetta kom mér töluvert á óvart og hafði ég fram til þessa ekki endilega séð mig fyrir mér á sviðinu í dalnum.“



Júníus sver af sér allan þjóðhátíðartrylling líkt og grípur margan vestmannaeyinginn þegar Verslunarmannahelgin nálgast. Hann segist þó vissulega hrifinn af hvítu tjöldunum sem alltaf standa sína pligt í dalnum á meðan hátíðinni stendur :„ Þrátt fyrir það á ég mikið af vinum sem taka Þjóðhátíð alla leið og henda til dæmis upp hvítum tjöldum, og ég hef sérstaklega gaman af að kíkja þangað. Þar er nóg að borða og iðulega mikið fjör,“ bætir hann við. 


Tengdar fréttir

AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum

Fyrstu hljómsveitirnar sem staðfest er að spili á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Flestir meðlimir munu sjá sína fyrstu Þjóðhátíð nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.