Ólafur Darri í Spielbergmynd Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2015 18:49 Ólafur Darri segir Spielberg afskaplega indælan en það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira