Óku Jaguar bíl á vírum yfir Thames Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 12:13 Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent