Endurkoma Honda S2000 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 12:41 Honda S2000 á marga aðdáendur. motor1.com Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent
Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent