Þarf Volkswagen að selja Bentley eða Lamborghini? Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 15:15 Bentley Continental GT. wikipedia Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent