Lífið

Þvertekur fyrir kökuát þrátt fyrir sönnunargögn um allt andlit

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?
Fólk á það til að ljúga. Flestir hafa lent í því að sjá lítið barn ljúga í fyrsta skipti. Svipurinn þegar þau átta sig á því að þau þurfa ekki að segja satt og geta þess í stað sagt eitthvað allt annað, hann fer ekki á milli mála. En stundum eru ýmis verksummerki sem koma upp um þau. Þessu lenti hann Jack litli í á dögunum.

Það var alveg sama hve oft Dave, faðir hins þriggja ára Jack, spurði hann hvort hann hefði borðað bollaköku á síðustu mínútum, alltaf svaraði Jack neitandi.

„Ég var ekki heima,“ sagði Jack og neitaði í næstu setningu því að hafa komið nálægt kökunum. Faðir hans þráspurði hann um efnið en alltaf neitar Jack.

Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Dæmi hver fyrir sig hvort Jack sé að segja satt eður ei.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×