Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Chappelle er 41 árs sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central.

Tessa Thompson er 31 árs leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Veronica Mars þar sem hún fór með hlutverk Jackie Cook. Thompson hefur einnig komið fram í þáttunum Heroes, Private Practice og Grey's Anatomy.