Vetrarstemming á vorkvöldi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. maí 2015 13:00 Kvöldsólin baðaði götuna gulum bjarma og í fyrsta skipti í langan tíma fékk ég á tilfinninguna að sumarið væri handan við hornið. Þó var svalt í lofti og nágrannar mínir sem sáust á stjákli úti á svölum voru vel klæddir en einhver vorfiðringur einkenndi andrúmsloftið. Þeir munduðu grilltangir. Ilminn af kryddlegnum sneiðum, kraumandi á grillinu lagði um allt hverfið og ég heyrði klingja í bjórflöskum. Ég var einmitt á leiðinni út í búð að kaupa meðlæti með kvöldmatnum. Sú á undan mér í röðinni við kassann var að kaupa dós af hrásalati og álpappír, sjálfsagt til að vefja bökunarkartöflurnar inn í áður en þær færu á glóandi kolin eða lambalærið, með fersku timjan og smá rósmaríni. Hún horfði eilítið undrandi útundan sér á það sem ég tíndi upp úr körfunni. Litla dós af grænum baunum, rauðkál, malt og appelsín. Það yrði reyndar kjötmeti í kvöldmatinn hjá mér. Ekki marineraðar grillsneiðar, kryddsmjör og kartöflusalat samt. Eftir að rafmagnið fór óvænt af frystikistunni fyrir skömmu hefur kjötmeti verið oft á borðum. Rafmagnsleysið uppgötvaðist sem betur fer áður en allt frost var farið úr birgðunum sem þar voru geymdar, en það seint að ekki þótti skynsamlegt að frysta þær aftur. Við tókum því til við að elda. Bóndinn er lunkinn kokkur og á matseðlinum undanfarna daga hafa verið stórsteikur, pottréttir, lasanja og alls kyns kostakræsingar og skiptir þá engu máli hvort það er hversdagslegt mánudagskvöld. Sparibragur er á kvöldverðinum í hvert sinn. Þetta kvöldið var komið að því sparilegasta sem kom upp úr kistunni. Hangikjöt með uppstúf og kartöflum, rauðkáli og grænum baunum yrði það heillin, þetta sólbaðaða laugardagskvöld í maí. Við vorum með gesti, höfðum í gríni boðið þeim í „jólamat“ og skömmtuðum hátíðlega á diska. Skáluðum í freyðandi jólablöndu. Maturinn rann ljúflega niður í kvöldsólinni. Í dag er vorfiðringurinn víðsfjarri og vindurinn gnauðar á glugga. Ekkert vit í því að grilla. Það verður hangikjöt í kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kvöldsólin baðaði götuna gulum bjarma og í fyrsta skipti í langan tíma fékk ég á tilfinninguna að sumarið væri handan við hornið. Þó var svalt í lofti og nágrannar mínir sem sáust á stjákli úti á svölum voru vel klæddir en einhver vorfiðringur einkenndi andrúmsloftið. Þeir munduðu grilltangir. Ilminn af kryddlegnum sneiðum, kraumandi á grillinu lagði um allt hverfið og ég heyrði klingja í bjórflöskum. Ég var einmitt á leiðinni út í búð að kaupa meðlæti með kvöldmatnum. Sú á undan mér í röðinni við kassann var að kaupa dós af hrásalati og álpappír, sjálfsagt til að vefja bökunarkartöflurnar inn í áður en þær færu á glóandi kolin eða lambalærið, með fersku timjan og smá rósmaríni. Hún horfði eilítið undrandi útundan sér á það sem ég tíndi upp úr körfunni. Litla dós af grænum baunum, rauðkál, malt og appelsín. Það yrði reyndar kjötmeti í kvöldmatinn hjá mér. Ekki marineraðar grillsneiðar, kryddsmjör og kartöflusalat samt. Eftir að rafmagnið fór óvænt af frystikistunni fyrir skömmu hefur kjötmeti verið oft á borðum. Rafmagnsleysið uppgötvaðist sem betur fer áður en allt frost var farið úr birgðunum sem þar voru geymdar, en það seint að ekki þótti skynsamlegt að frysta þær aftur. Við tókum því til við að elda. Bóndinn er lunkinn kokkur og á matseðlinum undanfarna daga hafa verið stórsteikur, pottréttir, lasanja og alls kyns kostakræsingar og skiptir þá engu máli hvort það er hversdagslegt mánudagskvöld. Sparibragur er á kvöldverðinum í hvert sinn. Þetta kvöldið var komið að því sparilegasta sem kom upp úr kistunni. Hangikjöt með uppstúf og kartöflum, rauðkáli og grænum baunum yrði það heillin, þetta sólbaðaða laugardagskvöld í maí. Við vorum með gesti, höfðum í gríni boðið þeim í „jólamat“ og skömmtuðum hátíðlega á diska. Skáluðum í freyðandi jólablöndu. Maturinn rann ljúflega niður í kvöldsólinni. Í dag er vorfiðringurinn víðsfjarri og vindurinn gnauðar á glugga. Ekkert vit í því að grilla. Það verður hangikjöt í kvöld.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun