Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2015 10:00 Auðveldur veislukostur. vísir/thelma þorbergsdóttir Veislur eru algengar á Eurovision-kvöldi en tími til veisluhalda er oft af skornum skammti. Thelma Þorbergsdóttir matgæðingur tók því saman þessar góðu uppskriftir sem hún segir að taki enga stund að gera.Fersk mexíkó salsa ídýfaHráefni:1-2 rauðlaukar450 g rjómaostur1 dós af mildri salsasósu5 tómatar1 gúrka1 rauð paprika½ kálhausLýsing: Takið utan af lauknum, skerið í grófa bita og setjið í matvinnsluvél. Hakkið laukinn þar til hann verður fínsaxaður. Dreifið honum jafnt og þétt í botninn á meðalstóru formi. Setjið rjómaostinn í matvinnsluvél og hrærið þar til hann verður mjúkur og sléttur. Blandið salsasósunni saman við og hrærið vel saman. Dreifið úr blöndunni yfir rauðlaukinn og sléttið vel úr með sleif. Skerið tómatana til helminga og takið innan úr þeim. Skerið þá mjög smátt niður og dreifið yfir blönduna. Því næst skerið þið gúrkuna og paprikuna smátt niður og dreifið jafnt og þétt yfir tómatana. Skerið kálið niður mjög smátt og dreifið yfir allt saman. Geymið ídýfuna inni í kæli þar til hún er borin fram. Sniðugt er að skreyta kræsingarnar með fánum.vísir/thelma þorbergsdóttir Kaffi súkkulaðimús með rjóma Það má heldur ekki gleyma súkkulaðigrísunum. Þessi uppskrift tekur þó örlítið lengri tíma en er vel þess virði.Innihald:100 gr 56% Konsum suðusúkkulaði1 msk instant kaffi 6 stk eggjahvítur90 gr sykur 8 stk Oreo kexkökur250 ml rjómi30 gr smjörToppur:¼ lítri rjómiLýsing:Súkkulaðimús Hakkið Oreo kexkökur í matvinnsluvél og setjið 1-2 msk af kexinu í hvert glas fyrir sig. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir meðalháum hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Bætið kaffi saman við og hrærið. Látið súkkulaðið kólna á meðan þið undirbúið rest. Hrærið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin alveg stíf líkt og marengs. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ásamt þeyttum rjóma og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið súkkulaðimúsinni í glös og setjið inn í ísskáp í minnst tvær klukkustundir.Toppur:Þeytið rjóma og sprautið ofan á hverja mús fyrir sig. Skreytið með restinni af hakkaða Oreo kexinu að vild.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning
Veislur eru algengar á Eurovision-kvöldi en tími til veisluhalda er oft af skornum skammti. Thelma Þorbergsdóttir matgæðingur tók því saman þessar góðu uppskriftir sem hún segir að taki enga stund að gera.Fersk mexíkó salsa ídýfaHráefni:1-2 rauðlaukar450 g rjómaostur1 dós af mildri salsasósu5 tómatar1 gúrka1 rauð paprika½ kálhausLýsing: Takið utan af lauknum, skerið í grófa bita og setjið í matvinnsluvél. Hakkið laukinn þar til hann verður fínsaxaður. Dreifið honum jafnt og þétt í botninn á meðalstóru formi. Setjið rjómaostinn í matvinnsluvél og hrærið þar til hann verður mjúkur og sléttur. Blandið salsasósunni saman við og hrærið vel saman. Dreifið úr blöndunni yfir rauðlaukinn og sléttið vel úr með sleif. Skerið tómatana til helminga og takið innan úr þeim. Skerið þá mjög smátt niður og dreifið yfir blönduna. Því næst skerið þið gúrkuna og paprikuna smátt niður og dreifið jafnt og þétt yfir tómatana. Skerið kálið niður mjög smátt og dreifið yfir allt saman. Geymið ídýfuna inni í kæli þar til hún er borin fram. Sniðugt er að skreyta kræsingarnar með fánum.vísir/thelma þorbergsdóttir Kaffi súkkulaðimús með rjóma Það má heldur ekki gleyma súkkulaðigrísunum. Þessi uppskrift tekur þó örlítið lengri tíma en er vel þess virði.Innihald:100 gr 56% Konsum suðusúkkulaði1 msk instant kaffi 6 stk eggjahvítur90 gr sykur 8 stk Oreo kexkökur250 ml rjómi30 gr smjörToppur:¼ lítri rjómiLýsing:Súkkulaðimús Hakkið Oreo kexkökur í matvinnsluvél og setjið 1-2 msk af kexinu í hvert glas fyrir sig. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir meðalháum hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Bætið kaffi saman við og hrærið. Látið súkkulaðið kólna á meðan þið undirbúið rest. Hrærið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin alveg stíf líkt og marengs. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ásamt þeyttum rjóma og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið súkkulaðimúsinni í glös og setjið inn í ísskáp í minnst tvær klukkustundir.Toppur:Þeytið rjóma og sprautið ofan á hverja mús fyrir sig. Skreytið með restinni af hakkaða Oreo kexinu að vild.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning