Innri maður endurspeglar ytri heim Rikka skrifar 2. janúar 2015 11:00 visir/getty Enn á ný er eitt árið liðið og annað tekið við. Þetta eru alltaf ákveðin tímamót og góð stund til að líta yfir farinn veg og þann sem liggur fram undan. Án þess að dvelja of lengi í fortíðinni getur samt verið ágætt að læra af því liðna og forðast það að gera sömu mistökin. Fyrirgefa sjálfum þér og öðrum, laga til í hjartanu og senda kærleik út í kosmósið. Hrósa sjálfinu fyrir það sem vel fór, horfa með björtum augum til framtíðar og trúa því að það sé alltaf eitthvað gott sem bíður þín. Draumar og þrár eru manneskjunni nauðsynleg en til þess að eitthvað af þessum huglegu hugmyndum verði að veruleika er vissara að skrifa þær niður og rifja þær reglulega upp yfir árið. Hvaða stefnu viltu taka í lífinu, er eitthvað sem þú vilt breyta, hvað er það besta við líf þitt? Stundum erum við líka bara sátt við það sem er og viljum engu breyta en það er þá markmið í sjálfu sér, að halda öllu óbreyttu. Aðrir vilja upplifa ævintýri, komast í krefjandi aðstæður, sigra eitthvað óyfirstíganlegt. Öll höfum við mismunandi hugmyndir um fullnægjandi líf. Ef þú ert algjörlega í lausu lofti varðandi það hvar þú átt að byrja getur verið ágætt að byrja á sjálfinu og hérna eru nokkrir punktar sem að þú getur byrjað á að tileinka þér núna strax. Í guðanna bænum vendu þig af þeim slæma ávana að taka öllu persónulega. Það hefur hver sinn djöful að draga og þótt fólk sé ekki húrrandi kátt við þig alla daga þá er líklegra að það sé einhver dagamunur á þeim frekar en að þeim sé hreinlega illa við þig. Hafðu það hugfast að enginn nema þú skapar þinn eigin raunveruleika og hann endurspeglar þína sjálfsmynd. Innri maður endurspeglar ytri heim. Settu súrefnisgrímu á þig fyrst áður en þú setur hana á aðra. Sýndu sjálfum þér og öðrum vinsemd og þolinmæði. Við erum ekki öll eins innréttuð og eins og fyrr segir er dagamunur á okkur öllum. Lífið verður svo miklu auðveldara á þennan hátt. Hugsaðu í lausnum en ekki vandamálum. Vandamál eru einungis verkefni sem þú þarft að kljást við og leysa. Byrjaðu á því að losa um leiðindin, ekki fresta því að finna lausn, það er alltaf lausn. Heilsa Tengdar fréttir Stattu upp fyrir sjálfum þér Ef við skoðum meðalmanneskju sem vinnur á skrifstofu þá situr hún í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag og það fyrir framan tölvuskjá, sem er svo annar kapítuli fyrir sig. 24. nóvember 2014 11:00 Er streita merki um dugnað? Í nútímasamfélagi er stress og álag orðið að daglegu brauði og jafnvel oft á tíðum merki um það að fólk sé duglegt og orkumikið. 17. nóvember 2014 09:30 Hamingjan var það heillin Margar rannsóknir hafa verið gerðar um hamingjuna og niðurstöðurnar eins ólíkar og þær eru margar. En er hamingjan flókin eða einföld? 12. desember 2014 09:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Enn á ný er eitt árið liðið og annað tekið við. Þetta eru alltaf ákveðin tímamót og góð stund til að líta yfir farinn veg og þann sem liggur fram undan. Án þess að dvelja of lengi í fortíðinni getur samt verið ágætt að læra af því liðna og forðast það að gera sömu mistökin. Fyrirgefa sjálfum þér og öðrum, laga til í hjartanu og senda kærleik út í kosmósið. Hrósa sjálfinu fyrir það sem vel fór, horfa með björtum augum til framtíðar og trúa því að það sé alltaf eitthvað gott sem bíður þín. Draumar og þrár eru manneskjunni nauðsynleg en til þess að eitthvað af þessum huglegu hugmyndum verði að veruleika er vissara að skrifa þær niður og rifja þær reglulega upp yfir árið. Hvaða stefnu viltu taka í lífinu, er eitthvað sem þú vilt breyta, hvað er það besta við líf þitt? Stundum erum við líka bara sátt við það sem er og viljum engu breyta en það er þá markmið í sjálfu sér, að halda öllu óbreyttu. Aðrir vilja upplifa ævintýri, komast í krefjandi aðstæður, sigra eitthvað óyfirstíganlegt. Öll höfum við mismunandi hugmyndir um fullnægjandi líf. Ef þú ert algjörlega í lausu lofti varðandi það hvar þú átt að byrja getur verið ágætt að byrja á sjálfinu og hérna eru nokkrir punktar sem að þú getur byrjað á að tileinka þér núna strax. Í guðanna bænum vendu þig af þeim slæma ávana að taka öllu persónulega. Það hefur hver sinn djöful að draga og þótt fólk sé ekki húrrandi kátt við þig alla daga þá er líklegra að það sé einhver dagamunur á þeim frekar en að þeim sé hreinlega illa við þig. Hafðu það hugfast að enginn nema þú skapar þinn eigin raunveruleika og hann endurspeglar þína sjálfsmynd. Innri maður endurspeglar ytri heim. Settu súrefnisgrímu á þig fyrst áður en þú setur hana á aðra. Sýndu sjálfum þér og öðrum vinsemd og þolinmæði. Við erum ekki öll eins innréttuð og eins og fyrr segir er dagamunur á okkur öllum. Lífið verður svo miklu auðveldara á þennan hátt. Hugsaðu í lausnum en ekki vandamálum. Vandamál eru einungis verkefni sem þú þarft að kljást við og leysa. Byrjaðu á því að losa um leiðindin, ekki fresta því að finna lausn, það er alltaf lausn.
Heilsa Tengdar fréttir Stattu upp fyrir sjálfum þér Ef við skoðum meðalmanneskju sem vinnur á skrifstofu þá situr hún í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag og það fyrir framan tölvuskjá, sem er svo annar kapítuli fyrir sig. 24. nóvember 2014 11:00 Er streita merki um dugnað? Í nútímasamfélagi er stress og álag orðið að daglegu brauði og jafnvel oft á tíðum merki um það að fólk sé duglegt og orkumikið. 17. nóvember 2014 09:30 Hamingjan var það heillin Margar rannsóknir hafa verið gerðar um hamingjuna og niðurstöðurnar eins ólíkar og þær eru margar. En er hamingjan flókin eða einföld? 12. desember 2014 09:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Stattu upp fyrir sjálfum þér Ef við skoðum meðalmanneskju sem vinnur á skrifstofu þá situr hún í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag og það fyrir framan tölvuskjá, sem er svo annar kapítuli fyrir sig. 24. nóvember 2014 11:00
Er streita merki um dugnað? Í nútímasamfélagi er stress og álag orðið að daglegu brauði og jafnvel oft á tíðum merki um það að fólk sé duglegt og orkumikið. 17. nóvember 2014 09:30
Hamingjan var það heillin Margar rannsóknir hafa verið gerðar um hamingjuna og niðurstöðurnar eins ólíkar og þær eru margar. En er hamingjan flókin eða einföld? 12. desember 2014 09:00