Lífið

Dreymir um meðaljón á vegg listasafns

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Myndirnar með flest „Læk“ í augnablikinu Frá efra vinstra horni: Myndir eftir Árna Jónsson, Andra Sigurð Haraldsson, Fritz Hendrik IV og Sólveigu Eir Stewart.
Myndirnar með flest „Læk“ í augnablikinu Frá efra vinstra horni: Myndir eftir Árna Jónsson, Andra Sigurð Haraldsson, Fritz Hendrik IV og Sólveigu Eir Stewart.
„Myndirnar sem eru að koma inn eru mjög ólíkar og koma úr ólíkum áttum en það er einmitt það sem við viljum – að fá fólk til þess að taka þátt sem við myndum aldrei búast við að tæki þátt,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir um ljósmyndasamkeppni #KOMASVO sem fer fram á Facebook þessa dagana.

Íris er framkvæmdastýra hópsins #KOMASVO sem skipaður er af sex listamönnum sem opna sýningu undir sama nafni 31. janúar í Listasafni ASÍ.

Íris Stefanía Skúladóttir
„Sýningin er samsýning sex listamanna en það sem er verið að skoða er samband myndlistar, markaðs og íþrótta. Samkeppnin kom til vegna þess að við tengjum hana við „hæpið“ sem er til dæmis í kringum íþróttir en #KOMASVO spilar inn í markaðshugsunina að „massa þetta“ og „fá flest læk“. Við tengjum það frekar við markað og íþróttir en nokkurn tímann myndlistarsýningu. Við erum ekki að gera grín að íþróttum, markaðnum eða hæpi almennt, heldur viljum bara skoða það í þessu sambandi okkar,“ segir Íris.

„Með ljósmyndasamkeppninni viljum við gefa öllum tækifæri til þess að sýna í virtu listasafni,“ segir að lokum í tilkynningu frá listamönnunum sex en ljósmyndin sem hreppir fyrsta sætið verður prentuð út risastór og gefin til safneignar ASÍ. Þá verða fleiri vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegarana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×