Lífið

Söngvari í víkingaþreki

Freyr Bjarnason skrifar
Árni Vilhjálmsson er í hörkuformi um þessar mundir.
Árni Vilhjálmsson er í hörkuformi um þessar mundir.
Árni Vilhjálmsson, söngvari FM Belfast, er nýbyrjaður í víkingaþreki hjá bardagafélaginu Mjölni.

Hann byrjaði á því að koma sér í form í sumar og naut þá aðstoðar einkaþjálfarans Bjarka Þórs Pálssonar, sem keppir fyrir hönd Mjölnis og kallar sig þá Þór.

Aðspurður segist Árni hafa viljað viðhalda því sem hann lærði hjá honum. „Ég hef prófað hitt og þetta en það er eitthvað við Mjölni sem heldur manni við efnið. Það er einhver orka þarna sem hvetur mann áfram,“ segir söngvarinn. „Maður vill vera í góðu líkamlegu formi og líða vel.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.