Lífið

Upplifa Ísland í sýndarveruleika

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Íslenskt landslag fær að njóta sín í tölvuleiknum.
Íslenskt landslag fær að njóta sín í tölvuleiknum.
Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift.

Í flestum tölvuleikjum tekur maður sjálfur stjórnina en Iceland er meira eins og slökunarupplifun þar sem notandinn sest aftur og skoðar sig einfaldlega um.

Í leiknum fer spilarinn á ferðalag um fallegt og töfrandi umhverfi, sem á að líkja afar lauslega eftir íslenskri náttúru. Þar er hægt að skoða norðurljósin, jökulsprungur og hálendið í góðu yfirlæti. Dýralífið er heldur ekki langt undan en geta menn rekist á kanínur, hvali og jafnvel ísbirni.

Á heimasíðu Oculus fær leikurinn góða dóma frá spilurum. „Þetta var fyrsta upplifun mín í sýndarveruleika og ég held alltaf áfram að spila leikinn. Þetta er gríðarlega fallegur leikur og algjörlega gallalaus,“ segir einn.

Sýndarveruleikabúnaðurinn Oculus Rift hefur aðeins verið fáanlegur í sérstökum þróunarútgáfum en búist er við því að búnaðurinn fari á markaðinn á þessu ári. Um er að ræða sérstök gleraugu sem menn setja á sig en þá geta þeir sökkt sér í sýndarveruleikaheim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×