Saumar út á milli tónleika Elín Albertsdóttir skrifar 10. janúar 2015 12:00 Vinnan kemur í törnum, segir Andrea en þess á milli nýtur hún þess að slappa af yfir hannyrðum. vísir/vilhelm Andrea Gylfadóttir söngkona hefur haft í nógu að snúast að undanförnu fyrir stórtónleika Todmobile um næstu helgi. Mest allur tími hennar undanfarið hefur farið í æfingar. Þess á milli situr hún og saumar út. Andrea segir að mikill undirbúningur felist í stórum tónleikum sem þessum. Tónleikarnir verða í Eldborg í Hörpu á föstudag og í Hofi á Akureyri á laugardag. Með Todmobile verður Steve Hackett úr hljómsveitinni Genesis en einnig Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór. „Það er alltaf nokkur aðdragandi að svona stórum tónleikum. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hafði samband við Steve Hackett og fékk hann til liðs við okkur en hann hefur verið á tónleikaferðalagi með eigin hljómsveit. Við nýttum okkur að hann væri á ferðinni,“ segir Andrea og bætir við að það séu ákveðnar tengingar á milli tónlistar Todmobile og Genesis sem falla vel saman. „Þetta verða mjög spennandi og skemmtilegir tónleikar, okkar tónlist í bland við gullaldartónlist Genesis frá áttunda áratugnum,“ segir hún enn fremur. Þess má geta að síðasti söngvari hljómsveitarinnar Genesis var stórstjarnan Phil Collins. Steve Hackett hefur haldið merki Genesis á lofti með Genesis Revisited sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.Það verður mikið lagt í stórtónleika Todmobile og Steve Hackett úr Genesis.Mynd/vilhelmGott samstarf Félagarnir í Todmobile hafa spilað mikið saman að undanförnu. Í nóvember 2013 voru þeir með vel heppnaða tónleika með Jon Anderson úr hljómsveitinni Yes í Hörpu og má segja að tónleikarnir nú séu framhald þeirrar uppákomu. Í fyrra hélt Todmobile upp á 25 ára afmæli sitt og gaf út plötu af því tilefni. „Eftir stórtónleikana um næstu helgi verðum við með nokkra minni tónleika og eitthvað á böllum og árshátíðum í framhaldinu,“ útskýrir Andrea. Þegar Andrea er spurð hvort félagar hennar í hljómsveitinni hafi breyst mikið á þessum 25 árum segir hún það vera. „Fólk þroskast auðvitað en við höfum alltaf náð vel saman. Þetta hefur verið mjög gott samstarf. Við tókum okkur hvíld í nokkur ár en komum aftur til leiks af fullum krafti fyrir nokkrum árum.“ Andrea hefur auk þess að syngja með Todmobile starfað með Borgardætrum frá árinu 1993. Þær voru með sína árlegu og sívinsælu jólatónleika fyrir jólin en þeir hafa verið haldnir frá árinu 2000. Þá kom út vinsæl jólaplata sem er mikið leikin fyrir hver jól. Með Andreu í Borgardætrum eru Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir. „Við höfum ákveðið að vera með stóra tónleika á sumardaginn fyrsta í Hörpu sem verður mjög spennandi.“Raddböndin þanin Andrea segist hafa nóg að gera í dag og á morgun heima við. „Það er svo margt sem þarf að huga að, ætli ég þenji ekki raddböndin eitthvað,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort ekki þurfi að huga að klæðnaði fyrir svona stóra tónleika, svarar hún því játandi. „Það er hluti af þessu öllu. Ég læt sérsauma á mig og hef manneskju til að hjálpa mér við hönnunina,“ segir Andrea en vill ekkert frekar segja frá hvernig sá klæðnaður verður. Andrea vekur jafnan athygli fyrir óvenjulegan stíl, bæði í fatavali og hárgreiðslu. „Ég pæli dáldið í tísku og hönnun en er ekki öfgamanneskja á því sviði.“ Andrea hefur sömuleiðis mikinn áhuga á matargerð og finnst skemmtilegt að elda. Hún viðurkennir að hún sé ágætis kokkur. Það sem færri vita sennilega er að hún er mikil hannyrðakona. Saumar út alls kyns púða, veggmyndir og á stóla. Hún segist líka taka í prjóna. „Það er ekkert leyndarmál að mér finnst mjög skemmtilegt að sauma út,“ segir hún. Andrea á einn son og sjö ára barnabarn sem var hjá henni um jólin. „Það er virkilega gaman að vera amma,“ segir hún. Maður Andreu er Einar Rúnarsson, hljómborðsleikari í Sniglabandinu. Þau eru heimakær en finnst sömuleiðis gaman að vera innan um fólk. „Við förum líka oft í sumarbústaðinn okkar. Vinnan kemur í törnum en þess á milli finnst okkur gott að fara í sveitina og slappa af,“ segir hún. „Núna hlakka ég mikið til næstu helgar. Þetta verður virkilega skemmtilegt,“ segir Andrea en með henni í Todmobile eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valdemarsson, Alma Rut og Ólafur Hólm. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Andrea Gylfadóttir söngkona hefur haft í nógu að snúast að undanförnu fyrir stórtónleika Todmobile um næstu helgi. Mest allur tími hennar undanfarið hefur farið í æfingar. Þess á milli situr hún og saumar út. Andrea segir að mikill undirbúningur felist í stórum tónleikum sem þessum. Tónleikarnir verða í Eldborg í Hörpu á föstudag og í Hofi á Akureyri á laugardag. Með Todmobile verður Steve Hackett úr hljómsveitinni Genesis en einnig Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór. „Það er alltaf nokkur aðdragandi að svona stórum tónleikum. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hafði samband við Steve Hackett og fékk hann til liðs við okkur en hann hefur verið á tónleikaferðalagi með eigin hljómsveit. Við nýttum okkur að hann væri á ferðinni,“ segir Andrea og bætir við að það séu ákveðnar tengingar á milli tónlistar Todmobile og Genesis sem falla vel saman. „Þetta verða mjög spennandi og skemmtilegir tónleikar, okkar tónlist í bland við gullaldartónlist Genesis frá áttunda áratugnum,“ segir hún enn fremur. Þess má geta að síðasti söngvari hljómsveitarinnar Genesis var stórstjarnan Phil Collins. Steve Hackett hefur haldið merki Genesis á lofti með Genesis Revisited sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.Það verður mikið lagt í stórtónleika Todmobile og Steve Hackett úr Genesis.Mynd/vilhelmGott samstarf Félagarnir í Todmobile hafa spilað mikið saman að undanförnu. Í nóvember 2013 voru þeir með vel heppnaða tónleika með Jon Anderson úr hljómsveitinni Yes í Hörpu og má segja að tónleikarnir nú séu framhald þeirrar uppákomu. Í fyrra hélt Todmobile upp á 25 ára afmæli sitt og gaf út plötu af því tilefni. „Eftir stórtónleikana um næstu helgi verðum við með nokkra minni tónleika og eitthvað á böllum og árshátíðum í framhaldinu,“ útskýrir Andrea. Þegar Andrea er spurð hvort félagar hennar í hljómsveitinni hafi breyst mikið á þessum 25 árum segir hún það vera. „Fólk þroskast auðvitað en við höfum alltaf náð vel saman. Þetta hefur verið mjög gott samstarf. Við tókum okkur hvíld í nokkur ár en komum aftur til leiks af fullum krafti fyrir nokkrum árum.“ Andrea hefur auk þess að syngja með Todmobile starfað með Borgardætrum frá árinu 1993. Þær voru með sína árlegu og sívinsælu jólatónleika fyrir jólin en þeir hafa verið haldnir frá árinu 2000. Þá kom út vinsæl jólaplata sem er mikið leikin fyrir hver jól. Með Andreu í Borgardætrum eru Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir. „Við höfum ákveðið að vera með stóra tónleika á sumardaginn fyrsta í Hörpu sem verður mjög spennandi.“Raddböndin þanin Andrea segist hafa nóg að gera í dag og á morgun heima við. „Það er svo margt sem þarf að huga að, ætli ég þenji ekki raddböndin eitthvað,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort ekki þurfi að huga að klæðnaði fyrir svona stóra tónleika, svarar hún því játandi. „Það er hluti af þessu öllu. Ég læt sérsauma á mig og hef manneskju til að hjálpa mér við hönnunina,“ segir Andrea en vill ekkert frekar segja frá hvernig sá klæðnaður verður. Andrea vekur jafnan athygli fyrir óvenjulegan stíl, bæði í fatavali og hárgreiðslu. „Ég pæli dáldið í tísku og hönnun en er ekki öfgamanneskja á því sviði.“ Andrea hefur sömuleiðis mikinn áhuga á matargerð og finnst skemmtilegt að elda. Hún viðurkennir að hún sé ágætis kokkur. Það sem færri vita sennilega er að hún er mikil hannyrðakona. Saumar út alls kyns púða, veggmyndir og á stóla. Hún segist líka taka í prjóna. „Það er ekkert leyndarmál að mér finnst mjög skemmtilegt að sauma út,“ segir hún. Andrea á einn son og sjö ára barnabarn sem var hjá henni um jólin. „Það er virkilega gaman að vera amma,“ segir hún. Maður Andreu er Einar Rúnarsson, hljómborðsleikari í Sniglabandinu. Þau eru heimakær en finnst sömuleiðis gaman að vera innan um fólk. „Við förum líka oft í sumarbústaðinn okkar. Vinnan kemur í törnum en þess á milli finnst okkur gott að fara í sveitina og slappa af,“ segir hún. „Núna hlakka ég mikið til næstu helgar. Þetta verður virkilega skemmtilegt,“ segir Andrea en með henni í Todmobile eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valdemarsson, Alma Rut og Ólafur Hólm.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp