HönnunarMars í sjöunda sinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. janúar 2015 11:00 Sara Jónsdóttir stýrir HönnunarMars en hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Reykjavík með þátttöku fjölda hönnuða. mynd/stefán HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“ HönnunarMars Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“
HönnunarMars Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira