Sunnudagskvöld í september Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 14. janúar 2015 00:00 Það fer nú að líða að heimboðinu, er það ekki?“ Hún sagði þetta og hló. Ég hló líka en horfði vandræðalega niður á tærnar á mér. Heimboðið hafði lengi staðið til, reyndar síðan síðsumars. Til stóð að við fengjum vini í mat og búið var að fastsetja sunnudagskvöld snemma í september. Í millitíðinni fórum við hjónin í framkvæmdir. Við eigum þetta til, vinda okkur í eitthvert verk án fyrirvara. Enda átti þetta ekki að vera neitt stórmál og með bjartsýnina að vopni sáum við fram á að ljúka framkvæmdunum á nokkrum dögum og sannarlega áður en gestirnir stæðu á tröppunum næsta sunnudagskvöld. Það varð ekki. Við höfðum færst of mikið í fang. Í raun hefðum við átt að gera okkur grein fyrir því um leið og sleggjan var dregin fram að áætluð dagsetning verkloka var óraunhæf. Sleggjan er afkastamikið verkfæri og með tilkomu hennar gerðust hlutirnir hratt. Sérsvið hennar er þó óumdeilanlega niðurbrot og því afkastameiri sem hún er því meira þarf að byggja aftur upp. Steinrykið var ekki sest þegar að sunnudagskvöldinu kom. Við frestuðum matarboðinu. Fyrst um viku, svo aðra. Bjartsýnin dvínaði eftir því sem lengra leið á haustið og loks var boðinu frestað um óákveðinn tíma. Við grínuðumst með að hlutirnir yrðu í það minnsta komnir í lag fyrir jól. Það varð ekki. Ekki að fullu. Kvöldiðfyrir Þorláksmessu náðist þó að sópa upp mesta steinrykið, fúga milli flísa og pakka saman byggingaplastinu sem stúkað hafði framkvæmdasvæðið af, og skyggt á jólatréð. Á Þorláksmessukvöld náðist að tengja eldunartæki og því hægt að elda í kotinu á aðfangadag. Það fer því óðum að styttast í sunnudagsmatarboðið góða sem áætlað var í september og líklega verða matarboðin fleiri en eitt, þar sem við erum orðin stórskuldug við vini og vandamenn sem lögðu hönd á plóg. Við höfum ekki fastsett endanleg verklok enn. Við erum þó byrjuð að byggja aftur upp eftir sleggjuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Það fer nú að líða að heimboðinu, er það ekki?“ Hún sagði þetta og hló. Ég hló líka en horfði vandræðalega niður á tærnar á mér. Heimboðið hafði lengi staðið til, reyndar síðan síðsumars. Til stóð að við fengjum vini í mat og búið var að fastsetja sunnudagskvöld snemma í september. Í millitíðinni fórum við hjónin í framkvæmdir. Við eigum þetta til, vinda okkur í eitthvert verk án fyrirvara. Enda átti þetta ekki að vera neitt stórmál og með bjartsýnina að vopni sáum við fram á að ljúka framkvæmdunum á nokkrum dögum og sannarlega áður en gestirnir stæðu á tröppunum næsta sunnudagskvöld. Það varð ekki. Við höfðum færst of mikið í fang. Í raun hefðum við átt að gera okkur grein fyrir því um leið og sleggjan var dregin fram að áætluð dagsetning verkloka var óraunhæf. Sleggjan er afkastamikið verkfæri og með tilkomu hennar gerðust hlutirnir hratt. Sérsvið hennar er þó óumdeilanlega niðurbrot og því afkastameiri sem hún er því meira þarf að byggja aftur upp. Steinrykið var ekki sest þegar að sunnudagskvöldinu kom. Við frestuðum matarboðinu. Fyrst um viku, svo aðra. Bjartsýnin dvínaði eftir því sem lengra leið á haustið og loks var boðinu frestað um óákveðinn tíma. Við grínuðumst með að hlutirnir yrðu í það minnsta komnir í lag fyrir jól. Það varð ekki. Ekki að fullu. Kvöldiðfyrir Þorláksmessu náðist þó að sópa upp mesta steinrykið, fúga milli flísa og pakka saman byggingaplastinu sem stúkað hafði framkvæmdasvæðið af, og skyggt á jólatréð. Á Þorláksmessukvöld náðist að tengja eldunartæki og því hægt að elda í kotinu á aðfangadag. Það fer því óðum að styttast í sunnudagsmatarboðið góða sem áætlað var í september og líklega verða matarboðin fleiri en eitt, þar sem við erum orðin stórskuldug við vini og vandamenn sem lögðu hönd á plóg. Við höfum ekki fastsett endanleg verklok enn. Við erum þó byrjuð að byggja aftur upp eftir sleggjuna.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun