Jóga fyrir alla Rikka skrifar 18. janúar 2015 10:00 Margrét Arna Arnardóttir Margrét Arna, íþróttafræðingur og jógakennari og eigandi jógastöðvarinnar B yoga, hefur mikla reynslu innan líkamsræktargeirans. „Mér finnst mikilvægt að sú líkamsrækt sem ég stunda sé fyrir líkama, huga og sál. Þegar ég er sjálf að æfa hlusta ég á líkama minn og hvers hann þarfnast hverju sinni. Stundum þarf ég útrás, stundum þarf ég að ná mér niður og stundum vil ég byggja mig upp. Fjölbreytni er alltaf af hinu góða að mínu mati og ég hef einmitt hannað tíma sem heita B yoga eins og stöðin mín þar sem ég blanda saman æfingum fyrir líkama, huga og sál. Tímarnir eru sambland af jóga, pilatesæfingum, æfingum við ballettstöng og ýmsu öðru sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Líkamsrækt á að vera eitthvað sem þú hefur ánægju af og gleður þig, ekki kvöð og eitthvað sem þú þarft að pína þig í. Það er svo margt í boði og mikilvægt að hver og einn finni það sem hentar honum. Líkamar eru mismunandi og þurfa mismunandi örvun og svo er líka mismunandi hvað okkur finnst skemmtilegt. Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við þurfum á hreyfingu að halda.“Æfingar hvar og hvenær sem er Hér gefur Arna hugmyndir að æfingum sem þú getur gert hvar sem er hvenær sem er. Þú getur látið þér duga að gera þennan æfingarhring einu sinni en ef þú vilt lengri æfingu þá getur þú tekið 2-3 hringi. Æfingarnar er líka hægt að nota einar og sér.Stattu með axlabreidd á milli fóta. Losaðu annan fótinn frá gólfi og með því að nota styrkinn í báðum fótum og án þess að læsa hné lyftir þú öðrum fætinum upp um leið og þú hallar þér fram og spennir hendurnar aftur. Haltu stöðunni í smá stund og komdu svo aftur í standandi stöðu. Það sem er mikilvægt í þessari æfingu er að þú haldir mjaðmagrindinni beinni og ef þú finnur að hún fer að snúast þá ferðu ekki hærra upp með fótinn. Gerðu 5-10 endurtekningar á hvorum fæti.Plankastaða á olnbogum. Í plankastöðu viltu halda líkamanum alveg beinum og spenna kviðinn. Hafðu aðeins minna en axlarbreidd á milli olnboga. Hreyfðu líkamann fram og aftur yfir axlir. Líkaminn er alveg kyrr í plankastöðunni og þú hreyfir líkamann örlítið fram og aftur. Snúðu svo líkamanum í litla hringi. Ef æfingin er of erfið fyrir mjóbak má gera hana með hné í gólfi. Gerðu 6 endurtekningar fram og aftur og 6 hringi í hvora átt. Þú getur svo bætt rólega við ef þú vilt.Í sitjandi stöðu beygir þú hné. Þú ert annaðhvort með tær í gólfi eða lyftir fótum aðeins frá gólfi. Passaðu að hryggjarsúla og háls séu alveg bein og passaðu að spenna ekki axlir og andlit. Réttu úr höndum fyrir framan þig og leggðu lófa saman. Með beinan hrygg setur þú hendurnar til skiptis niður til hægri og vinstri. Gerðu 10 endurtekningar í hvora átt, s.s. 20 í allt.Leggstu á bakið og beygðu hné þannig að iljar séu í gólfi. Hendur eru niður með síðu. Lyftu öðrum fæti beinum upp og lyftu líkamanum upp og niður. Til að gera æfinguna auðveldari getur þú haft báða fætur í gólfi og ef þú vilt gera hana erfiðari getur þú haft fótinn nær gólfi. Þú getur t.d. gert 10 endurtekningar með fót beinan upp, 10 endurtekningar með fót í 60° og 10 endurtekningar þar sem fótur er rétt frá gólfi. Heilsa Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Margrét Arna, íþróttafræðingur og jógakennari og eigandi jógastöðvarinnar B yoga, hefur mikla reynslu innan líkamsræktargeirans. „Mér finnst mikilvægt að sú líkamsrækt sem ég stunda sé fyrir líkama, huga og sál. Þegar ég er sjálf að æfa hlusta ég á líkama minn og hvers hann þarfnast hverju sinni. Stundum þarf ég útrás, stundum þarf ég að ná mér niður og stundum vil ég byggja mig upp. Fjölbreytni er alltaf af hinu góða að mínu mati og ég hef einmitt hannað tíma sem heita B yoga eins og stöðin mín þar sem ég blanda saman æfingum fyrir líkama, huga og sál. Tímarnir eru sambland af jóga, pilatesæfingum, æfingum við ballettstöng og ýmsu öðru sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Líkamsrækt á að vera eitthvað sem þú hefur ánægju af og gleður þig, ekki kvöð og eitthvað sem þú þarft að pína þig í. Það er svo margt í boði og mikilvægt að hver og einn finni það sem hentar honum. Líkamar eru mismunandi og þurfa mismunandi örvun og svo er líka mismunandi hvað okkur finnst skemmtilegt. Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við þurfum á hreyfingu að halda.“Æfingar hvar og hvenær sem er Hér gefur Arna hugmyndir að æfingum sem þú getur gert hvar sem er hvenær sem er. Þú getur látið þér duga að gera þennan æfingarhring einu sinni en ef þú vilt lengri æfingu þá getur þú tekið 2-3 hringi. Æfingarnar er líka hægt að nota einar og sér.Stattu með axlabreidd á milli fóta. Losaðu annan fótinn frá gólfi og með því að nota styrkinn í báðum fótum og án þess að læsa hné lyftir þú öðrum fætinum upp um leið og þú hallar þér fram og spennir hendurnar aftur. Haltu stöðunni í smá stund og komdu svo aftur í standandi stöðu. Það sem er mikilvægt í þessari æfingu er að þú haldir mjaðmagrindinni beinni og ef þú finnur að hún fer að snúast þá ferðu ekki hærra upp með fótinn. Gerðu 5-10 endurtekningar á hvorum fæti.Plankastaða á olnbogum. Í plankastöðu viltu halda líkamanum alveg beinum og spenna kviðinn. Hafðu aðeins minna en axlarbreidd á milli olnboga. Hreyfðu líkamann fram og aftur yfir axlir. Líkaminn er alveg kyrr í plankastöðunni og þú hreyfir líkamann örlítið fram og aftur. Snúðu svo líkamanum í litla hringi. Ef æfingin er of erfið fyrir mjóbak má gera hana með hné í gólfi. Gerðu 6 endurtekningar fram og aftur og 6 hringi í hvora átt. Þú getur svo bætt rólega við ef þú vilt.Í sitjandi stöðu beygir þú hné. Þú ert annaðhvort með tær í gólfi eða lyftir fótum aðeins frá gólfi. Passaðu að hryggjarsúla og háls séu alveg bein og passaðu að spenna ekki axlir og andlit. Réttu úr höndum fyrir framan þig og leggðu lófa saman. Með beinan hrygg setur þú hendurnar til skiptis niður til hægri og vinstri. Gerðu 10 endurtekningar í hvora átt, s.s. 20 í allt.Leggstu á bakið og beygðu hné þannig að iljar séu í gólfi. Hendur eru niður með síðu. Lyftu öðrum fæti beinum upp og lyftu líkamanum upp og niður. Til að gera æfinguna auðveldari getur þú haft báða fætur í gólfi og ef þú vilt gera hana erfiðari getur þú haft fótinn nær gólfi. Þú getur t.d. gert 10 endurtekningar með fót beinan upp, 10 endurtekningar með fót í 60° og 10 endurtekningar þar sem fótur er rétt frá gólfi.
Heilsa Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira