Eru allar krónur jafn hættulegar? Sigurjón M. Egilsson skrifar 17. janúar 2015 07:00 Getur verið að þeir peningar sem koma frá launafólki séu hagkerfinu hættulegri en þeir peningar sem koma annars staðar frá, til dæmis frá atvinnufyrirtækjum eða því opinbera? Getur verið að launafólk beri ekki meiri ábyrgð á að viðhalda stöðugleika og lágri verðbólgu en allir aðrir? Öllum lifum við í sama hagkerfi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur lagt línurnar. Laun mega ekki hækka um meira en fjögur prósent að hámarki og innan þeirra marka verða svo einstakir launþegar að berjast um hver fær hvað. Læknar, kennarar og einstaka aðrir eru búnir að tryggja sér stórar sneiðar. Að sama skapi verður minna eftir fyrir aðra, samkvæmt boðum Más Guðmundssonar. Er nokkuð að marka alla þessa svartsýni um að launahækkun til almenns launafólks setji hér allt á annan endann? Í hinni einföldustu mynd skipta eigendur fyrirtækja og starfsfólk milli sín því sem afgangs verður í rekstrinum. Eru til rök sem benda til að hlutur starfsmanna kyndi undir verðbólguna, ógni stöðugleika, en ekki sá hlutur sem eigendur fyrirtækjanna halda eftir? Hvað verður um þann hluta, þá peninga? Hverfa þeir úr hagkerfinu? Auðvitað ekki, þeir peningar auka þenslu rétt eins og peningar launafólks. Mætir menn hafa reiknað þetta og komist að þessari niðurstöðu. Því er rangt að hræða fólk með öðru. Fram undan er frostavetur í kjarabaráttu. Það verður barist. Þau okkar sem munu verjast hafa hafið vörnina. Nýjasti steinninn í varnarmúrinn var framlag Guðna Ágústssonar í grein í Morgunblaðinu í gær. Þau sem sækja eru illa undirbúin. Flestir samningar renna sitt skeið innan örfárra vikna og því eru átökin handan við hornið. Um þetta eru allir sammála, það verður barist. Guðni Ágústsson segir bjart fram undan og nefndi margt sem hefur tekist vel. Um það ætlar enginn að berjast. Það er ríkuleg krafa um að laun á Íslandi séu ekki einatt langt frá launum á öðrum Norðurlöndum, fólk vill ekki borga meira af lánum sínum, vera lengur að eignast heimili sín, vinna lengri vinnudag, hafa skemmri tíma með börnum sínum, borga meira fyrir matinn sinn, og að staðið verði við fyrirheit og fólk vill ekki sí og æ vera sakað um að bera ábyrgð á að hér ríki óstöðugleiki, þegar ábyrgðin á honum liggur svo sannarlega frekar á öðrum stöðum, í öðrum húsum og hjá öðru fólki. Guðni Ágústsson skrifar: „Við skulum vanda okkur sem þjóð og forðast pyttina á leiðinni til bættra lífskjara, þeir eru margir. En mér sýnist að vel horfi í landinu okkar að segja ef þjóðin og hinar stóru hreyfingar fólksins, verkalýðshreyfingin og atvinnulífið, með samstöðu fylgja þessum árangri eftir. Stjórnmálamennirnir gera það ekki einir en góð þjóðarsátt er grundvöllur að árangri, um það vitnar sagan.“ Sennilega á að lesa þetta á þann veg að fólk verði enn og aftur að sitja eftir, langt frá því sem gerist í næstu löndum. „Stjórnmálamennirnir gera það ekki einir,“ skrifaði fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Guðni, kanntu annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun
Getur verið að þeir peningar sem koma frá launafólki séu hagkerfinu hættulegri en þeir peningar sem koma annars staðar frá, til dæmis frá atvinnufyrirtækjum eða því opinbera? Getur verið að launafólk beri ekki meiri ábyrgð á að viðhalda stöðugleika og lágri verðbólgu en allir aðrir? Öllum lifum við í sama hagkerfi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur lagt línurnar. Laun mega ekki hækka um meira en fjögur prósent að hámarki og innan þeirra marka verða svo einstakir launþegar að berjast um hver fær hvað. Læknar, kennarar og einstaka aðrir eru búnir að tryggja sér stórar sneiðar. Að sama skapi verður minna eftir fyrir aðra, samkvæmt boðum Más Guðmundssonar. Er nokkuð að marka alla þessa svartsýni um að launahækkun til almenns launafólks setji hér allt á annan endann? Í hinni einföldustu mynd skipta eigendur fyrirtækja og starfsfólk milli sín því sem afgangs verður í rekstrinum. Eru til rök sem benda til að hlutur starfsmanna kyndi undir verðbólguna, ógni stöðugleika, en ekki sá hlutur sem eigendur fyrirtækjanna halda eftir? Hvað verður um þann hluta, þá peninga? Hverfa þeir úr hagkerfinu? Auðvitað ekki, þeir peningar auka þenslu rétt eins og peningar launafólks. Mætir menn hafa reiknað þetta og komist að þessari niðurstöðu. Því er rangt að hræða fólk með öðru. Fram undan er frostavetur í kjarabaráttu. Það verður barist. Þau okkar sem munu verjast hafa hafið vörnina. Nýjasti steinninn í varnarmúrinn var framlag Guðna Ágústssonar í grein í Morgunblaðinu í gær. Þau sem sækja eru illa undirbúin. Flestir samningar renna sitt skeið innan örfárra vikna og því eru átökin handan við hornið. Um þetta eru allir sammála, það verður barist. Guðni Ágústsson segir bjart fram undan og nefndi margt sem hefur tekist vel. Um það ætlar enginn að berjast. Það er ríkuleg krafa um að laun á Íslandi séu ekki einatt langt frá launum á öðrum Norðurlöndum, fólk vill ekki borga meira af lánum sínum, vera lengur að eignast heimili sín, vinna lengri vinnudag, hafa skemmri tíma með börnum sínum, borga meira fyrir matinn sinn, og að staðið verði við fyrirheit og fólk vill ekki sí og æ vera sakað um að bera ábyrgð á að hér ríki óstöðugleiki, þegar ábyrgðin á honum liggur svo sannarlega frekar á öðrum stöðum, í öðrum húsum og hjá öðru fólki. Guðni Ágústsson skrifar: „Við skulum vanda okkur sem þjóð og forðast pyttina á leiðinni til bættra lífskjara, þeir eru margir. En mér sýnist að vel horfi í landinu okkar að segja ef þjóðin og hinar stóru hreyfingar fólksins, verkalýðshreyfingin og atvinnulífið, með samstöðu fylgja þessum árangri eftir. Stjórnmálamennirnir gera það ekki einir en góð þjóðarsátt er grundvöllur að árangri, um það vitnar sagan.“ Sennilega á að lesa þetta á þann veg að fólk verði enn og aftur að sitja eftir, langt frá því sem gerist í næstu löndum. „Stjórnmálamennirnir gera það ekki einir,“ skrifaði fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Guðni, kanntu annan?