Helltu upp á eðalkaffibolla sigga dögg skrifar 25. janúar 2015 14:00 Nýmalaðar baunir gefa besta bollann. Vísir/Getty Þessar leiðbeiningar tryggja hámarksgæði á uppáhelltu kaffi – kjörin leið til að sigla inn í helgina. - Kauptu baunir frekar en malað kaffi. - Malaðu kaffibaunirnar rétt fyrir uppáhellingu. - Ef þú átt ekki kvörn, farðu á uppáhaldskaffibrennsluna þína og fáðu kaffiþjóninn til að mala kaffibaunirnar fyrir þig. Þannig tryggir þú að kaffið sé sem ferskast. - Malað kaffi geymast best í loftþéttri krukku og er endingartíminn um fimm til sjö dagar. - Taktu fram í hvernig uppáhellingu kaffið fer í, það skiptir máli upp á grófleika kaffisins. Ef þú ert með pressukönnu er gott að mala kaffið í um 10 til 12 sekúndur. Ef þú hellir upp á í kaffivél er gott að mala baunirnar í 15 til 20 sekúndur. - Það er gott að miða við að hafa kúffulla matskeið af kaffi á móti tæpum desilítra af vatni. Það er betra að hella upp á sterkt kaffi sem svo er þynnt út með heitu vatni á eftir. Of lítið kaffi á móti vatni í uppáhellingu getur gert kaffið beiskt. - Hitastig vatnsins á að vera um 96 gráður, sem er um 45 sekúndum áður en hraðsuðuketillinn pípir. - Helltu nýuppáhelltu kaffinu í hitaðan hitabrúsa. Gott er að hita brúsann með soðnu vatni áður en kaffinu er hellt í hann. - Einu sinni í mánuði er gott að láta edikslausn (vatn á móti ediki) fara í gegnum vélina til þess að halda henni hreinni. Helltu upp á tvisvar sinnum bara með vatni eftir að edikið hefur farið í gegnum vélina. Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þessar leiðbeiningar tryggja hámarksgæði á uppáhelltu kaffi – kjörin leið til að sigla inn í helgina. - Kauptu baunir frekar en malað kaffi. - Malaðu kaffibaunirnar rétt fyrir uppáhellingu. - Ef þú átt ekki kvörn, farðu á uppáhaldskaffibrennsluna þína og fáðu kaffiþjóninn til að mala kaffibaunirnar fyrir þig. Þannig tryggir þú að kaffið sé sem ferskast. - Malað kaffi geymast best í loftþéttri krukku og er endingartíminn um fimm til sjö dagar. - Taktu fram í hvernig uppáhellingu kaffið fer í, það skiptir máli upp á grófleika kaffisins. Ef þú ert með pressukönnu er gott að mala kaffið í um 10 til 12 sekúndur. Ef þú hellir upp á í kaffivél er gott að mala baunirnar í 15 til 20 sekúndur. - Það er gott að miða við að hafa kúffulla matskeið af kaffi á móti tæpum desilítra af vatni. Það er betra að hella upp á sterkt kaffi sem svo er þynnt út með heitu vatni á eftir. Of lítið kaffi á móti vatni í uppáhellingu getur gert kaffið beiskt. - Hitastig vatnsins á að vera um 96 gráður, sem er um 45 sekúndum áður en hraðsuðuketillinn pípir. - Helltu nýuppáhelltu kaffinu í hitaðan hitabrúsa. Gott er að hita brúsann með soðnu vatni áður en kaffinu er hellt í hann. - Einu sinni í mánuði er gott að láta edikslausn (vatn á móti ediki) fara í gegnum vélina til þess að halda henni hreinni. Helltu upp á tvisvar sinnum bara með vatni eftir að edikið hefur farið í gegnum vélina.
Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira