Hanna Birna þarf að fá nýtt umboð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2015 00:00 Lekamálinu svokallaða er lokið. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skilaði í nýliðinni viku af sér áliti þar sem hann staðfestir það sem marga grunaði. Þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setti fram við Stefán Eiríksson, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, sem síðan hefur látið af störfum, athugasemdir og gagnrýni á rannsókn lekamálsins. Athugasemdirnar og gagnrýnin voru langt umfram það sem eðlilegt þykir. Samskiptin fólu í sér ítrekaða gagnrýni og beinar athugasemdir sem umboðsmaður segir hafa verið harðar. Þessi samskipti fóru að mati umboðsmanns gegn reglum sem ráðherra bar að hlíta. Áður en þessi niðurstaða umboðsmanns birtist hafði aðstoðarmaður ráðherrans hlotið dóm vegna athafna sinna. Ráðherrann hefur sagt af sér embætti. Með því hefur hún axlað pólitíska ábyrgð sína. Frekar verður ekki aðhafst í stjórnsýslunni vegna málsins. Fleiri verða ekki dæmdir af dómstólum. En þrátt fyrir að málinu sé lokið innan stjórnsýslunnar er líklegt að pólitískt sé staðan önnur. Greint hefur verið frá áhyggjum þingflokks sjálfstæðismanna sem mun hittast á fundi í dag og fara yfir málið. Einstaka þingmenn hafa lýst yfir vonbrigðum og þögnin sem stafar frá formanni flokksins er ærandi. Sá, Bjarni Benediktsson, sem lýsti ítrekað yfir fullum stuðningi og trausti, hlýtur að vera einn þeirra sem orðið hafa fyrir vonbrigðum. Eftir stendur sú spurning hvort Hönnu Birnu sé sætt áfram sem alþingismaður. Hvort hún hafi axlað sína pólitísku ábyrgð með því einu að segja af sér sem ráðherra. Í stjórnmálamenningu landanna í kringum okkur þekkist það vel að ráðherrar segi af sér en eigi síðar afturkvæmt í stjórnmálin. Þetta hefur verið talinn kostur þar sem það kemur í veg fyrir að ráðherrar og aðrir kjörnir fulltrúar hangi á embættum sínum eins og hundar á roði af ótta við pólitísk endalok viðurkenni þeir mistök og stígi til hliðar. Sá vandi hefur verið landlægur hér um árabil. Hanna Birna er sem stendur rúin trausti. Framhaldið veltur á henni. Hún getur tekið þá ákvörðun að halda til annarra starfa. En ef hún kýs að halda í þá vegferð að endurvekja traust almennings á henni þá er ekkert nema gott um það að segja. Hvort sem hún heldur áfram sem óbreyttur þingmaður á kjörtímabilinu eða tekur sér lengra hlé, þarf hún að fara í gegnum prófkjör hjá eigin flokki og síðar almennar kosningar til þingsins. Hún þarf að endurnýja umboð sitt. Fari svo hefur hún þá vonandi lært að þau tilsvör og vinnubrögð sem hún stundaði í lekamálinu eru ekki boðleg. En Hanna Birna, eins og allir aðrir, á hins vegar skilið að fá tækifæri til að sýna að hún hafi lært af þessu máli og sé traustsins verð í framtíðinni. Það er síðan kjósenda að kveða upp þann dóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Lekamálið Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Lekamálinu svokallaða er lokið. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skilaði í nýliðinni viku af sér áliti þar sem hann staðfestir það sem marga grunaði. Þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setti fram við Stefán Eiríksson, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, sem síðan hefur látið af störfum, athugasemdir og gagnrýni á rannsókn lekamálsins. Athugasemdirnar og gagnrýnin voru langt umfram það sem eðlilegt þykir. Samskiptin fólu í sér ítrekaða gagnrýni og beinar athugasemdir sem umboðsmaður segir hafa verið harðar. Þessi samskipti fóru að mati umboðsmanns gegn reglum sem ráðherra bar að hlíta. Áður en þessi niðurstaða umboðsmanns birtist hafði aðstoðarmaður ráðherrans hlotið dóm vegna athafna sinna. Ráðherrann hefur sagt af sér embætti. Með því hefur hún axlað pólitíska ábyrgð sína. Frekar verður ekki aðhafst í stjórnsýslunni vegna málsins. Fleiri verða ekki dæmdir af dómstólum. En þrátt fyrir að málinu sé lokið innan stjórnsýslunnar er líklegt að pólitískt sé staðan önnur. Greint hefur verið frá áhyggjum þingflokks sjálfstæðismanna sem mun hittast á fundi í dag og fara yfir málið. Einstaka þingmenn hafa lýst yfir vonbrigðum og þögnin sem stafar frá formanni flokksins er ærandi. Sá, Bjarni Benediktsson, sem lýsti ítrekað yfir fullum stuðningi og trausti, hlýtur að vera einn þeirra sem orðið hafa fyrir vonbrigðum. Eftir stendur sú spurning hvort Hönnu Birnu sé sætt áfram sem alþingismaður. Hvort hún hafi axlað sína pólitísku ábyrgð með því einu að segja af sér sem ráðherra. Í stjórnmálamenningu landanna í kringum okkur þekkist það vel að ráðherrar segi af sér en eigi síðar afturkvæmt í stjórnmálin. Þetta hefur verið talinn kostur þar sem það kemur í veg fyrir að ráðherrar og aðrir kjörnir fulltrúar hangi á embættum sínum eins og hundar á roði af ótta við pólitísk endalok viðurkenni þeir mistök og stígi til hliðar. Sá vandi hefur verið landlægur hér um árabil. Hanna Birna er sem stendur rúin trausti. Framhaldið veltur á henni. Hún getur tekið þá ákvörðun að halda til annarra starfa. En ef hún kýs að halda í þá vegferð að endurvekja traust almennings á henni þá er ekkert nema gott um það að segja. Hvort sem hún heldur áfram sem óbreyttur þingmaður á kjörtímabilinu eða tekur sér lengra hlé, þarf hún að fara í gegnum prófkjör hjá eigin flokki og síðar almennar kosningar til þingsins. Hún þarf að endurnýja umboð sitt. Fari svo hefur hún þá vonandi lært að þau tilsvör og vinnubrögð sem hún stundaði í lekamálinu eru ekki boðleg. En Hanna Birna, eins og allir aðrir, á hins vegar skilið að fá tækifæri til að sýna að hún hafi lært af þessu máli og sé traustsins verð í framtíðinni. Það er síðan kjósenda að kveða upp þann dóm.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun