Skaðaminnkun er mikilvæg forvörn 27. janúar 2015 10:00 Stjórn Hlífar: Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir, Sigþór Jens Jónsson, Gréta María Björnsdóttir og Sóley Halldórsdóttir, meðlimir í Hlíf, áhugafélagi hjúkrunarnema um skaðaminnkun og jaðarsetta hópa. GVA Nokkrir hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og meðlimir í Hlíf, áhugafélagi hjúkrunarnema um skaðaminnkun og jaðarsetta hópa, hafa sett upp aðstöðu í Dagsetri Hjálpræðishersins á Eyjaslóð þar sem þeir veita gestkomandi heilsugæsluþjónustu tvisvar sinnum í viku. "Verkefnið fer vel af stað og við höfum fundið fyrir ánægju með verkefnið meðal skjólstæðinga okkar og þeirra sem vinna að þessum málaflokki,“ segir Sigþór Jens Jónsson, einn stjórnarmanna Hlífar, en auk hans eru þær Gréta María Björnsdóttir, Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir, Sóley Halldórsdóttir og Sunna María Helgadóttir í stjórninni. Einstaklingum mætt í þeirra eigin umhverfi Sigþór segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknað út frá starfi Frú Ragnheiðar sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins en Frú Ragnheiður er bíll þar sem sjálfboðaliðar eru á vakt. „Upphaflega var markmiðið að hafa alltaf einn heilbrigðismenntaðan starfsmann í bílnum eða nema en það hefur ekki gengið sem skyldi. Á kynningarfundi hjá Hlíf í haust þar sem bæði verkefnin voru kynnt mættu um fjörutíu manns. Það var mikill áhugi á meðal hjúkrunarfræðinema en við höfum ekki séð alla skila sér í Dagsetrið, þar erum við meira kjarnahópurinn að starfa. Það hefur hins vegar verið mikil fjölgun sjálfboðaliða í Frú Ragnheiði í vetur. Fólk hefur verið meira tilbúið í það verkefni enda umhverfið verndaðra. Í Dagsetrinu erum við hins vegar í nærumhverfi skjólstæðinganna en það er einmitt svo mikilvægt í skaðaminnkun, að mæta einstaklingum þar sem þeir eru á hverjum tíma á þeirra vettvangi. Það er helsti munurinn á þessum tveimur verkefnum.“Veita grunnheilsugæslu Dagsetrið er rekið af Reykjavíkurborg en Hjálpræðisherinn sér um daglegan rekstur þess. „Dagsetrið er athvarf fyrir heimilislausa og flestir sem koma þangað eru með einhvers konar fíknivandamál. Við í Hlíf fengum þar úthlutað herbergi fyrir okkur þar sem við bjóðum upp á grunnheilsugæslu, eftirlit með áverkum og andlegan stuðning og hafa viðtökurnar verið góðar. Við veitum fyrstu hjálp, hreinsum sár og búum um þau og höfum við fengið styrki frá einkafyrirtækjum sem hafa gefið okkur hjúkrunarvörur. Á venjulegri vakt koma til okkar um það bil tveir til þrír skjólstæðingar og oft eru það sömu einstaklingarnir. Við höfum náð að mynda tengsl við þennan hóp en það hafa líka komið einstaklingar sérstaklega að hitta okkur. Það finnst okkur dýrmætt,“ segir Sigþór.Finna fyrir fordómum Hjúkrunarfræðinemarnir hafa fundið fyrir því og heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki að starfsemin í Dagsetrinu létti á álagi á öðrum stöðum. „Hingað til hefur fólk í þessum jaðarsettu hópum þurft að leita á bráðamóttöku eða á heilsugæslustöðvar en ef til vill hentar þeim betur að fá aðstoð annars staðar frá. Verkefnið var því sett af stað af þörf en líka vegna þeirra fordóma sem þessir sjúklingar verða fyrir innan heilbrigðiskerfisins. Fólk sér gjarnan fíknina fyrst og dæmir fólkið út frá því. Það eru því sóknarfæri til að kynna fólk fyrir þessum hópi og fyrir hugtakinu skaðaminnkun. Skaðaminnkun er ákveðin forvörn sem er á öndverðum pól við þær forvarnir sem við lifum við í dag sem er nokkurs konar bannstefna. Til dæmis er nálaskiptaverkefni Frú Ragnheiðar dæmi um skaðaminnkun. Þá geta einstaklingar sem nota sprautubúnað komið með notaðar nálar og sprautur og fengið hreinar nálar og sprautur í staðinn. Þannig er einstaklingi sem er í virkri neyslu hjálpað án þess að breyta honum, einstaklingum er mætt á þeim stað sem þeir eru á þá stundina. Mörgum finnst þetta vera framtíðin þó við höfum verið treg til að taka þetta upp hér sem virka stefnu,“ útskýrir Sigþór. Hann segist ekki vera sammála því sem af sumum hefur verið haldið fram að þannig sé ástandi þessara einstaklinga viðhaldið. „Það hefur farið minna fyrir skaðaminnkunarúrræðinu en meira fyrir meðferðarúrræðum sem er stórt skref fyrir einstakling í neyslu. Það er ekki hægt að þröngva meðferð upp á þá sem vilja það ekki. Einstaklingarnir vita hvert þeir eiga að leita þegar þeir hafa áhuga á því." Heilsugæsluþjónustan í Dagsetrinu er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan tvö til fjögur. Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Nokkrir hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og meðlimir í Hlíf, áhugafélagi hjúkrunarnema um skaðaminnkun og jaðarsetta hópa, hafa sett upp aðstöðu í Dagsetri Hjálpræðishersins á Eyjaslóð þar sem þeir veita gestkomandi heilsugæsluþjónustu tvisvar sinnum í viku. "Verkefnið fer vel af stað og við höfum fundið fyrir ánægju með verkefnið meðal skjólstæðinga okkar og þeirra sem vinna að þessum málaflokki,“ segir Sigþór Jens Jónsson, einn stjórnarmanna Hlífar, en auk hans eru þær Gréta María Björnsdóttir, Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir, Sóley Halldórsdóttir og Sunna María Helgadóttir í stjórninni. Einstaklingum mætt í þeirra eigin umhverfi Sigþór segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknað út frá starfi Frú Ragnheiðar sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins en Frú Ragnheiður er bíll þar sem sjálfboðaliðar eru á vakt. „Upphaflega var markmiðið að hafa alltaf einn heilbrigðismenntaðan starfsmann í bílnum eða nema en það hefur ekki gengið sem skyldi. Á kynningarfundi hjá Hlíf í haust þar sem bæði verkefnin voru kynnt mættu um fjörutíu manns. Það var mikill áhugi á meðal hjúkrunarfræðinema en við höfum ekki séð alla skila sér í Dagsetrið, þar erum við meira kjarnahópurinn að starfa. Það hefur hins vegar verið mikil fjölgun sjálfboðaliða í Frú Ragnheiði í vetur. Fólk hefur verið meira tilbúið í það verkefni enda umhverfið verndaðra. Í Dagsetrinu erum við hins vegar í nærumhverfi skjólstæðinganna en það er einmitt svo mikilvægt í skaðaminnkun, að mæta einstaklingum þar sem þeir eru á hverjum tíma á þeirra vettvangi. Það er helsti munurinn á þessum tveimur verkefnum.“Veita grunnheilsugæslu Dagsetrið er rekið af Reykjavíkurborg en Hjálpræðisherinn sér um daglegan rekstur þess. „Dagsetrið er athvarf fyrir heimilislausa og flestir sem koma þangað eru með einhvers konar fíknivandamál. Við í Hlíf fengum þar úthlutað herbergi fyrir okkur þar sem við bjóðum upp á grunnheilsugæslu, eftirlit með áverkum og andlegan stuðning og hafa viðtökurnar verið góðar. Við veitum fyrstu hjálp, hreinsum sár og búum um þau og höfum við fengið styrki frá einkafyrirtækjum sem hafa gefið okkur hjúkrunarvörur. Á venjulegri vakt koma til okkar um það bil tveir til þrír skjólstæðingar og oft eru það sömu einstaklingarnir. Við höfum náð að mynda tengsl við þennan hóp en það hafa líka komið einstaklingar sérstaklega að hitta okkur. Það finnst okkur dýrmætt,“ segir Sigþór.Finna fyrir fordómum Hjúkrunarfræðinemarnir hafa fundið fyrir því og heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki að starfsemin í Dagsetrinu létti á álagi á öðrum stöðum. „Hingað til hefur fólk í þessum jaðarsettu hópum þurft að leita á bráðamóttöku eða á heilsugæslustöðvar en ef til vill hentar þeim betur að fá aðstoð annars staðar frá. Verkefnið var því sett af stað af þörf en líka vegna þeirra fordóma sem þessir sjúklingar verða fyrir innan heilbrigðiskerfisins. Fólk sér gjarnan fíknina fyrst og dæmir fólkið út frá því. Það eru því sóknarfæri til að kynna fólk fyrir þessum hópi og fyrir hugtakinu skaðaminnkun. Skaðaminnkun er ákveðin forvörn sem er á öndverðum pól við þær forvarnir sem við lifum við í dag sem er nokkurs konar bannstefna. Til dæmis er nálaskiptaverkefni Frú Ragnheiðar dæmi um skaðaminnkun. Þá geta einstaklingar sem nota sprautubúnað komið með notaðar nálar og sprautur og fengið hreinar nálar og sprautur í staðinn. Þannig er einstaklingi sem er í virkri neyslu hjálpað án þess að breyta honum, einstaklingum er mætt á þeim stað sem þeir eru á þá stundina. Mörgum finnst þetta vera framtíðin þó við höfum verið treg til að taka þetta upp hér sem virka stefnu,“ útskýrir Sigþór. Hann segist ekki vera sammála því sem af sumum hefur verið haldið fram að þannig sé ástandi þessara einstaklinga viðhaldið. „Það hefur farið minna fyrir skaðaminnkunarúrræðinu en meira fyrir meðferðarúrræðum sem er stórt skref fyrir einstakling í neyslu. Það er ekki hægt að þröngva meðferð upp á þá sem vilja það ekki. Einstaklingarnir vita hvert þeir eiga að leita þegar þeir hafa áhuga á því." Heilsugæsluþjónustan í Dagsetrinu er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan tvö til fjögur.
Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira