Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 08:00 Öflugur leikstjórnandi. Rasmus Lauge í leik með Dönum. Fréttablaðið/getty Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld. HM 2015 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld.
HM 2015 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða