Sigur Rós dró hann til Íslands Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 10:00 Frakkinn Mallory Carême vill setjast hér að og finnst ólíklegt að hann flytji aftur til Frakklands Vísir/GVA „Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira