Fer kynlífshegðun eftir kynhneigð? SIGGA DÖGG skrifar 30. janúar 2015 14:00 Vísir/Getty Hér eru þrjár spurningar sem unglingar á aldrinum 13 ára til 17 ára hafa um kynlíf og hafa spurt að nafnlaust í kynfræðslu.Spurning: Hvernig gera hommar það?Svar: Kynlíf er alls konar og það þarf ekki að flokka það eftir kynhneigð. Það er ekki eitt kynlíf fyrir homma, annað fyrir lesbíur og svo enn eitt fyrir gagnkynhneigða. Kynlífið sem fólk stundar fer oft eftir bólfélaganum og eigin smekk frekar en kynhneigð. Það er lífseig mýta að allir hommar stundi endaþarmsmök en það er fjarri lagi og nýjustu rannsóknir sýna að það er algengara að gagnkynhneigð pör prófi endaþarmsörvun. Þá er það einnig úrelt að halda að lesbíur þurfi alltaf gervityppi í sínu kynlífi eða eða gagnkynhneigðir stundi alltaf samfarir lims í leggöng. Talaðu við bólfélagann þinn. Spurðu hvað honum þykir gott í kynlífi og segðu hvað þér þykir gott.Spurning: Geta dildóar horfið inn í rassinn?Svar: Það eru framleidd sérstök kynlífstæki fyrir endaþarmsörvun og eiga þau það sameiginlegt að vera með breiðum botni eða snúru eða handfangi þannig að hægt sé að ná þeim til baka úr endaþarminum. Það mætti líkja rassinum við ryksugu þar sem hlutir geta sogast þangað upp, séu þeir settir þangað inn. Dæmi eru um að lyklar, pennar, og aðrir smáhlutir (og stundum stórir hlutir) hafi fest í endaþarmi. Eina leiðin til að losna við aðskotahlut þar er að fara niður á heilsugæslu og láta sérfræðing fjarlægja það. Þetta skilar sér nefnilega ekki í næstu hægðum. Næst þegar örva skal rassinn er gott að huga að því að nota fingurinn eða þar til gerð kynlífstæki.Spurning: Af hverju vill fólk prófa endaþarmsmök?Svar: Í endaþarminum eru margir taugaendar og hann því næmur staður. Hann hins vegar verkar þannig að ef þú vilt ekki fá eitthvað inn í rassinn þá spennir þú hann og örvun getur orðið mjög óþægileg. Endaþarmurinn er þurr og þröngur staður og hættara við sýkingum þar. Því þarf að passa að nota smokk við örvun í endaþarmi eða þvo sér áður en farið er með höndina eða liminn á aðra staði. Það er einnig ögn villandi að tala um endaþarmsmök þar sem fyrsta skref í endaþarmsörvun ætti að vera með fingri. Þetta er örvun sem byrjar smátt og rólega. Hér þarf nóg af sleipiefni. Þá er þetta örvun sem gott er að biðja um fyrir sig, af því að mann sjálfan langar svo að fá fingur inn í rassinn. Þetta er ekki eitthvað til að suða um við bólfélagann því ef mann langar ekki í þetta þá verður þetta ekki þægilegt. Biddu um örvun fyrir þig. Ef þú ert forvitin um rassinn þá getur verið gott að prófa fyrst á eigin rassi áður en bólfélagi er beðinn um að taka þátt. Þótt sumum þyki örvun í rassi góð þá er ekki þar með sagt að bólfélaga langi að setja fingur inn í annarra manna rass og það ber að virða. Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hér eru þrjár spurningar sem unglingar á aldrinum 13 ára til 17 ára hafa um kynlíf og hafa spurt að nafnlaust í kynfræðslu.Spurning: Hvernig gera hommar það?Svar: Kynlíf er alls konar og það þarf ekki að flokka það eftir kynhneigð. Það er ekki eitt kynlíf fyrir homma, annað fyrir lesbíur og svo enn eitt fyrir gagnkynhneigða. Kynlífið sem fólk stundar fer oft eftir bólfélaganum og eigin smekk frekar en kynhneigð. Það er lífseig mýta að allir hommar stundi endaþarmsmök en það er fjarri lagi og nýjustu rannsóknir sýna að það er algengara að gagnkynhneigð pör prófi endaþarmsörvun. Þá er það einnig úrelt að halda að lesbíur þurfi alltaf gervityppi í sínu kynlífi eða eða gagnkynhneigðir stundi alltaf samfarir lims í leggöng. Talaðu við bólfélagann þinn. Spurðu hvað honum þykir gott í kynlífi og segðu hvað þér þykir gott.Spurning: Geta dildóar horfið inn í rassinn?Svar: Það eru framleidd sérstök kynlífstæki fyrir endaþarmsörvun og eiga þau það sameiginlegt að vera með breiðum botni eða snúru eða handfangi þannig að hægt sé að ná þeim til baka úr endaþarminum. Það mætti líkja rassinum við ryksugu þar sem hlutir geta sogast þangað upp, séu þeir settir þangað inn. Dæmi eru um að lyklar, pennar, og aðrir smáhlutir (og stundum stórir hlutir) hafi fest í endaþarmi. Eina leiðin til að losna við aðskotahlut þar er að fara niður á heilsugæslu og láta sérfræðing fjarlægja það. Þetta skilar sér nefnilega ekki í næstu hægðum. Næst þegar örva skal rassinn er gott að huga að því að nota fingurinn eða þar til gerð kynlífstæki.Spurning: Af hverju vill fólk prófa endaþarmsmök?Svar: Í endaþarminum eru margir taugaendar og hann því næmur staður. Hann hins vegar verkar þannig að ef þú vilt ekki fá eitthvað inn í rassinn þá spennir þú hann og örvun getur orðið mjög óþægileg. Endaþarmurinn er þurr og þröngur staður og hættara við sýkingum þar. Því þarf að passa að nota smokk við örvun í endaþarmi eða þvo sér áður en farið er með höndina eða liminn á aðra staði. Það er einnig ögn villandi að tala um endaþarmsmök þar sem fyrsta skref í endaþarmsörvun ætti að vera með fingri. Þetta er örvun sem byrjar smátt og rólega. Hér þarf nóg af sleipiefni. Þá er þetta örvun sem gott er að biðja um fyrir sig, af því að mann sjálfan langar svo að fá fingur inn í rassinn. Þetta er ekki eitthvað til að suða um við bólfélagann því ef mann langar ekki í þetta þá verður þetta ekki þægilegt. Biddu um örvun fyrir þig. Ef þú ert forvitin um rassinn þá getur verið gott að prófa fyrst á eigin rassi áður en bólfélagi er beðinn um að taka þátt. Þótt sumum þyki örvun í rassi góð þá er ekki þar með sagt að bólfélaga langi að setja fingur inn í annarra manna rass og það ber að virða.
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira