Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 08:00 Páll Óskar Hjálmtýsson Vísir/GVA „Ég hef safnað öllu síðan Rocky Horror var sýnt árið 1991 og hef ég ekki hent neinu síðan þá. Ég einfaldlega afhendi þeim bara allt góssið og nú sitja þeir með sveittan skallann að fara í gegnum þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Laugardaginn 14. mars verður opnuð í Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sýningin „Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu“, en Palli fagnar 45 ára afmæli sínu tveimur dögum síðar. „Ég ætlaði fyrst að geyma þetta heima hjá mér en þegar þau hjá Rokksafninu spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað dót, þá gaf ég þeim þetta allt. Loksins fær þetta að njóta sín í fallegu rými,“ segir Palli. Sýningin verður nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla. Henni verður skipt niður eftir tímabilum og þar verða til sýnis flestir búningar sem hann hefur klæðst á ferlinum, gömul tímarit og viðtöl, teikningar og listaverk, skart, auglýsingar, vinnudagbækur, dagatöl og forláta Nokia 6110 síminn sem Palli átti í fjórtán ár. „Hvert tímabil fær sinn stall og á hverjum þeirra verða munir sem tengjast þeim tíma.“ segir hann. Á sýningunni verður einnig hægt að tylla sér niður og hlusta á gamlar og sjaldgæfar upptökur, bæði af tónlist hans og útvarpsþáttunum sem Palli stýrði eitt sinn, „Sætt og sóðalegt“ og „Dr.Love“. „Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín upp á nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóðver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. Vonandi hefur fólk gaman af því og lærir jafnframt að einfalt popplag er samsett úr ótrúlega mörgum flóknum hlutum. Við ætlum að gera þessa sýningu eins skemmtilega og fjölbreytta og frekast er unnt,“ segir Palli. Aðspurður hvort það sé einhver einn hlutur á sýningunni sem hann haldi sérstaklega upp á, segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli. „Rocky Horror-búningurinn skiptir mig þó gríðarlega miklu máli, því það var þá sem lætin byrjuðu.“ Laugardagskvöldið 14. mars verður alvöru Pallaball í Stapanum Keflavík með tilheyrandi stuði langt fram á nótt. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Ég hef safnað öllu síðan Rocky Horror var sýnt árið 1991 og hef ég ekki hent neinu síðan þá. Ég einfaldlega afhendi þeim bara allt góssið og nú sitja þeir með sveittan skallann að fara í gegnum þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Laugardaginn 14. mars verður opnuð í Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sýningin „Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu“, en Palli fagnar 45 ára afmæli sínu tveimur dögum síðar. „Ég ætlaði fyrst að geyma þetta heima hjá mér en þegar þau hjá Rokksafninu spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað dót, þá gaf ég þeim þetta allt. Loksins fær þetta að njóta sín í fallegu rými,“ segir Palli. Sýningin verður nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla. Henni verður skipt niður eftir tímabilum og þar verða til sýnis flestir búningar sem hann hefur klæðst á ferlinum, gömul tímarit og viðtöl, teikningar og listaverk, skart, auglýsingar, vinnudagbækur, dagatöl og forláta Nokia 6110 síminn sem Palli átti í fjórtán ár. „Hvert tímabil fær sinn stall og á hverjum þeirra verða munir sem tengjast þeim tíma.“ segir hann. Á sýningunni verður einnig hægt að tylla sér niður og hlusta á gamlar og sjaldgæfar upptökur, bæði af tónlist hans og útvarpsþáttunum sem Palli stýrði eitt sinn, „Sætt og sóðalegt“ og „Dr.Love“. „Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín upp á nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóðver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. Vonandi hefur fólk gaman af því og lærir jafnframt að einfalt popplag er samsett úr ótrúlega mörgum flóknum hlutum. Við ætlum að gera þessa sýningu eins skemmtilega og fjölbreytta og frekast er unnt,“ segir Palli. Aðspurður hvort það sé einhver einn hlutur á sýningunni sem hann haldi sérstaklega upp á, segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli. „Rocky Horror-búningurinn skiptir mig þó gríðarlega miklu máli, því það var þá sem lætin byrjuðu.“ Laugardagskvöldið 14. mars verður alvöru Pallaball í Stapanum Keflavík með tilheyrandi stuði langt fram á nótt.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira