Biður Múm afsökunar Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. febrúar 2015 09:30 Tónlistarmaðurinn Kindness kemur til landsins í fyrsta sinn í febrúar til að koma fram á Sónar Reykjavík. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn Adam Bainbridge gefur út tónlist undir listamannsnafninu Kindness en hann er á leið til landsins til þess að koma fram á Sónar Reykjavík innan skamms. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands og ég er mjög spenntur. Ísland er svo langt í burtu og þegar maður kemur fram svona langt í burtu að heiman þá líður manni eins og maður hafi náð langt,“ segir Adam um komu sína til landsins. Hann veit þó ýmislegt um Ísland og hlustar á Björk. Adam rifjar upp kynni sín af íslensku hljómsveitinni Múm. „Ég var eitt sinn að heimsækja félaga minn í íbúðina hans í Berlín en hljómsveitin Múm hafði verið í sömu íbúð og var búnaður hennar geymdur í íbúðinni. Ég fór að skoða búnaðinn og fékk að stelast í trommuheila sem þau áttu. Ég fór að fikta í trommuheilanum og mig minnir að ég hafi óvart eytt sampli út af honum. Mig langar bara að biðja Múm afsökunar ef ég hef ég eytt sampli út af trommuheilanum þeirra,“ útskýrir Adam léttur í lundu. Kindness gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2012, World, You Need a Change of Mind, en hvað var hann að bralla fyrir sína fyrstu útgáfu? „Ætli ég hafi ekki bara verið að búa til vandræði í Berlín. Ég ferðaðist mikið og fór svo að semja tónlist. Stundum veit fólk að það verður tónlistarmenn í framtíðinni en stundum verður fólk tónlistarmenn af slysni og það má segja að ég hafi orðið tónlistarmaður af slysni,“ segir Adam. Hann segir þó að hæfni sín í að leika á hljóðfæri sé misjöfn. „Ég spila á mörg á hljóðfæri en spila bara ekki vel á þau,“ segir Adam og hlær. Hann bætir þó við að bassinn sé hans skásta hljóðfæri. „Ég elska bassann, því ég er minnst slappur að spila á hann.“ Á síðasta ári kom út platan Otherness frá Kindness og fékk hún lof margra gagnrýnenda. Adam lýsir tónlistinni sinni sem blöndu af fönktónlist, R&B og popptónlist. Hans helstu áhrifavaldar í tónlist eru Prince, Timbaland, Missy Elliot, Daft Punk, Stevie Wonder og margir fleiri. „Ég hlusta á allt frá gamalli klassík yfir í nýtt popp.“Kindness og hljómsveit hans eru þekkt fyrir hressa og skrautlega sviðsframkomu.Vísir/GettyHann vill meina að fólk í dag sé að verða of óþolinmótt eftir nýju efni frá tónlistarmönnum. „Fólk á að mínu mati að bíða lengur eftir nýrri tónlist. Þessi nýja hefð, að hlusta á plötu í viku og biðja svo um nýja plötu eftir viku hlustun, er ekki sniðug. Tónlistarmenn leggja að jafnaði mjög mikla vinnu í plöturnar sínar og það tekur sinn tíma. Þetta er eins og að lesa verk eftir Shakespeare og spyrja hann svo strax eftir lesturinn: „Ertu byrjaður á nýju verki?“,“ útskýrir Adam. Hann semur grunninn að lögunum sínum sjálfur en nýtur svo aðstoðar fleiri tónlistarmanna þegar líður á ferlið. Hann er einmitt með heila hljómsveit á bak við sig á tónleikum og tekur hana með sér á Sónar. Þau hafa vakið athygli fyrir hressandi og skrautlega sviðsframkomu. „Já, auðvitað verð ég með hljómsveitina mína með mér. Ég spila ekki án hennar.“ Kindness er á leið í tónleikaferðalag í kjölfar Sónar. „Við byrjum tónleikaferðalagið á Sónar í Stokkhólmi og svo á Sónar í Reykjavík. Við förum svo til Bandaríkjanna í mánaðarlangt tónleikaferðalag sem hefst í New York,“ segir Adam.Kindness kemur fram á Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 14. febrúar. Sónar Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Adam Bainbridge gefur út tónlist undir listamannsnafninu Kindness en hann er á leið til landsins til þess að koma fram á Sónar Reykjavík innan skamms. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands og ég er mjög spenntur. Ísland er svo langt í burtu og þegar maður kemur fram svona langt í burtu að heiman þá líður manni eins og maður hafi náð langt,“ segir Adam um komu sína til landsins. Hann veit þó ýmislegt um Ísland og hlustar á Björk. Adam rifjar upp kynni sín af íslensku hljómsveitinni Múm. „Ég var eitt sinn að heimsækja félaga minn í íbúðina hans í Berlín en hljómsveitin Múm hafði verið í sömu íbúð og var búnaður hennar geymdur í íbúðinni. Ég fór að skoða búnaðinn og fékk að stelast í trommuheila sem þau áttu. Ég fór að fikta í trommuheilanum og mig minnir að ég hafi óvart eytt sampli út af honum. Mig langar bara að biðja Múm afsökunar ef ég hef ég eytt sampli út af trommuheilanum þeirra,“ útskýrir Adam léttur í lundu. Kindness gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2012, World, You Need a Change of Mind, en hvað var hann að bralla fyrir sína fyrstu útgáfu? „Ætli ég hafi ekki bara verið að búa til vandræði í Berlín. Ég ferðaðist mikið og fór svo að semja tónlist. Stundum veit fólk að það verður tónlistarmenn í framtíðinni en stundum verður fólk tónlistarmenn af slysni og það má segja að ég hafi orðið tónlistarmaður af slysni,“ segir Adam. Hann segir þó að hæfni sín í að leika á hljóðfæri sé misjöfn. „Ég spila á mörg á hljóðfæri en spila bara ekki vel á þau,“ segir Adam og hlær. Hann bætir þó við að bassinn sé hans skásta hljóðfæri. „Ég elska bassann, því ég er minnst slappur að spila á hann.“ Á síðasta ári kom út platan Otherness frá Kindness og fékk hún lof margra gagnrýnenda. Adam lýsir tónlistinni sinni sem blöndu af fönktónlist, R&B og popptónlist. Hans helstu áhrifavaldar í tónlist eru Prince, Timbaland, Missy Elliot, Daft Punk, Stevie Wonder og margir fleiri. „Ég hlusta á allt frá gamalli klassík yfir í nýtt popp.“Kindness og hljómsveit hans eru þekkt fyrir hressa og skrautlega sviðsframkomu.Vísir/GettyHann vill meina að fólk í dag sé að verða of óþolinmótt eftir nýju efni frá tónlistarmönnum. „Fólk á að mínu mati að bíða lengur eftir nýrri tónlist. Þessi nýja hefð, að hlusta á plötu í viku og biðja svo um nýja plötu eftir viku hlustun, er ekki sniðug. Tónlistarmenn leggja að jafnaði mjög mikla vinnu í plöturnar sínar og það tekur sinn tíma. Þetta er eins og að lesa verk eftir Shakespeare og spyrja hann svo strax eftir lesturinn: „Ertu byrjaður á nýju verki?“,“ útskýrir Adam. Hann semur grunninn að lögunum sínum sjálfur en nýtur svo aðstoðar fleiri tónlistarmanna þegar líður á ferlið. Hann er einmitt með heila hljómsveit á bak við sig á tónleikum og tekur hana með sér á Sónar. Þau hafa vakið athygli fyrir hressandi og skrautlega sviðsframkomu. „Já, auðvitað verð ég með hljómsveitina mína með mér. Ég spila ekki án hennar.“ Kindness er á leið í tónleikaferðalag í kjölfar Sónar. „Við byrjum tónleikaferðalagið á Sónar í Stokkhólmi og svo á Sónar í Reykjavík. Við förum svo til Bandaríkjanna í mánaðarlangt tónleikaferðalag sem hefst í New York,“ segir Adam.Kindness kemur fram á Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 14. febrúar.
Sónar Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira