Tónlist

Skálmöld til Evrópu

Freyr Bjarnason skrifar
Skálmöld spilar í Bilbao í kvöld.
Skálmöld spilar í Bilbao í kvöld. Mynd/Lalli Sig
Snæbjörn Ragnarsson og félagar í Skálmöld eru lagðir af stað í tveggja vikna tónleikaferð um Suður-Evrópu.

Fyrstu tónleikarnir verða í spænsku borginni Bilbao í kvöld. Eftir það verður förinni heitið til Portúgals, Spánar, Frakklands, Ítalíu, Grikklands, Búlgaríu og Rúmeníu, þar sem lokatónleikarnir verða haldnir.

Með í för verða hljómsveitirnar Eluveitie frá Sviss og Wind Rose frá Ítalíu. Síðasta tónleikaferð Skálmaldar um Evrópu stóð yfir í einn og hálfan mánuð undir lok síðasta árs og gekk eins og í sögu. Hljómsveitin er að fylgja eftir plötunni Með vættum sem kom út í fyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.