Fjölbreytni frekar en verbúðarlífið Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Merkilegt var að hlusta á svör forsætisráðherra á Alþingi við fyrirspurn formanns Samfylkingarinnar um gjaldeyrishöft og aðstæður þekkingarfyrirtækja hér á landi. Fyrirspurnin kom í kjölfar fregna af því að rótin að sölu fyrirtækisins Promens (sem einu sinni hét Sæplast og er með heilmikla starfsemi á Dalvík) úr landi og flutningur höfuðstöðva þess hafi verið þær skorður sem viðvarandi gjaldeyrishöft setja starfseminni hér. Það sem eftir situr úr dálítið þvældu svari ráðherrans er að fyrirtæki geti vel starfað innan gjaldeyrishafta, að rætur óánægju Promens tengist einhverju óskilgreindu gróðabralli og að þeir sem þrýsti á um afnám hafta skipi sér í lið með þeim sem ekki vilji gæta hagsmuna lands og þjóðar í ferlinu. Í lið með óvininum. Hafi ætlunin verið að senda þessi skilaboð þá eru þau furðuleg og um leið umhugsunarvert hvernig menn skipa sér í lið varðandi hagsmuni lands og þjóðar. Sumir virðast nefnilega telja að hér eigi grunnur efnahagslífsins að vera sjávarútvegur og stóriðja, mögulega með stuðningi ferðaþjónustu. Meðfram megi svo áfram styrkja bændur til þeirra starfa. Verbúðin og láglaunalandið Ísland hugnast þeim sem í slíku umhverfi geta áfram skarað eld að eigin köku. Umhverfi þar sem örmyntin skerðir sjálfkrafa kjör fólks og mylur áfram undir atvinnuvegi sem lifa á útflutningi vöru og þjónustu án þess að þau þurfi að hafa of mikið fyrir tilveru sinni. Þótt framtíðarsýn sem þessi henti einhverjum hagsmunum er langsótt að telja hana besta fyrir land og þjóð. Hér á landi hefur sannað sig hvers slags verðmæti geta orðið til í þekkingariðnaði og þar eru vaxtarmöguleikar ekki takmarkaðir við auðlindir sem geta tæmst eða raskast vegna utanaðkomandi áfalla. Í þekkingariðnaði verða til góð störf fyrir vel menntað fólk. Og þess vegna hlýtur að vera áhyggjuefni þegar slík fyrirtæki flýja land og að hér hafi verið settar upp hömlur sem koma í veg fyrir að slíkt fyrirtæki geti vaxið og sótt á önnur mið, landi og þjóð til enn frekari stuðnings. Má landið við því að missa frá sér fyrirtæki á borð við Marel, Össur, CCP og Creditinfo? Hafi ráðamenn áhyggjur af þessari stöðu var það ekki að heyra á svari forsætisráðherra á Alþingi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur hins vegar fram að þeir séu sem betur fer til sem vilji láta sig málið varða. Til dæmis hafi Samtök iðnaðarins óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna þess. Þá hefur líka verið haft eftir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja. Væri ekki nær að ná samstöðu um að vinna landi og þjóð gagn og láta af sérhagsmunagæslu? Standi valið um verbúðina Ísland eða Ísland með fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi hlýtur að vera ljóst hvoru ætti að vinna að. Geri aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru seinni leiðina fremur færa, þá hlýtur að vera þess virði að láta á það reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Merkilegt var að hlusta á svör forsætisráðherra á Alþingi við fyrirspurn formanns Samfylkingarinnar um gjaldeyrishöft og aðstæður þekkingarfyrirtækja hér á landi. Fyrirspurnin kom í kjölfar fregna af því að rótin að sölu fyrirtækisins Promens (sem einu sinni hét Sæplast og er með heilmikla starfsemi á Dalvík) úr landi og flutningur höfuðstöðva þess hafi verið þær skorður sem viðvarandi gjaldeyrishöft setja starfseminni hér. Það sem eftir situr úr dálítið þvældu svari ráðherrans er að fyrirtæki geti vel starfað innan gjaldeyrishafta, að rætur óánægju Promens tengist einhverju óskilgreindu gróðabralli og að þeir sem þrýsti á um afnám hafta skipi sér í lið með þeim sem ekki vilji gæta hagsmuna lands og þjóðar í ferlinu. Í lið með óvininum. Hafi ætlunin verið að senda þessi skilaboð þá eru þau furðuleg og um leið umhugsunarvert hvernig menn skipa sér í lið varðandi hagsmuni lands og þjóðar. Sumir virðast nefnilega telja að hér eigi grunnur efnahagslífsins að vera sjávarútvegur og stóriðja, mögulega með stuðningi ferðaþjónustu. Meðfram megi svo áfram styrkja bændur til þeirra starfa. Verbúðin og láglaunalandið Ísland hugnast þeim sem í slíku umhverfi geta áfram skarað eld að eigin köku. Umhverfi þar sem örmyntin skerðir sjálfkrafa kjör fólks og mylur áfram undir atvinnuvegi sem lifa á útflutningi vöru og þjónustu án þess að þau þurfi að hafa of mikið fyrir tilveru sinni. Þótt framtíðarsýn sem þessi henti einhverjum hagsmunum er langsótt að telja hana besta fyrir land og þjóð. Hér á landi hefur sannað sig hvers slags verðmæti geta orðið til í þekkingariðnaði og þar eru vaxtarmöguleikar ekki takmarkaðir við auðlindir sem geta tæmst eða raskast vegna utanaðkomandi áfalla. Í þekkingariðnaði verða til góð störf fyrir vel menntað fólk. Og þess vegna hlýtur að vera áhyggjuefni þegar slík fyrirtæki flýja land og að hér hafi verið settar upp hömlur sem koma í veg fyrir að slíkt fyrirtæki geti vaxið og sótt á önnur mið, landi og þjóð til enn frekari stuðnings. Má landið við því að missa frá sér fyrirtæki á borð við Marel, Össur, CCP og Creditinfo? Hafi ráðamenn áhyggjur af þessari stöðu var það ekki að heyra á svari forsætisráðherra á Alþingi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur hins vegar fram að þeir séu sem betur fer til sem vilji láta sig málið varða. Til dæmis hafi Samtök iðnaðarins óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna þess. Þá hefur líka verið haft eftir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja. Væri ekki nær að ná samstöðu um að vinna landi og þjóð gagn og láta af sérhagsmunagæslu? Standi valið um verbúðina Ísland eða Ísland með fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi hlýtur að vera ljóst hvoru ætti að vinna að. Geri aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru seinni leiðina fremur færa, þá hlýtur að vera þess virði að láta á það reyna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun