Sigurbjörg: Kom aldrei til greina að hætta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Meiðslin eru mikið áfall fyrir Sigurbjörgu sem hafði aldrei spilað betur en í vetur. vísir/pjetur „Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira