Lífið

Jóhannes Haukur missti af vélinni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Jóhannes Haukur missti af vélinni.
Jóhannes Haukur missti af vélinni.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson missti af flugi í Marokkó um helgina en hann deildi harmsögunni á Facebook. „Mér tókst að missa af boarding á innanlandsfluginu frá Casablanca til Ouarzazate í gærkvöldi. Ég sat þarna eins og gufa og heyrði ekki þegar kallað var í vélina,“ segir Jóhannes í stöðuuppfærslu á Facebook.

Hann segir að engir upplýsingaskjáir hafi verið á staðnum og að enskan sem töluð var hafi verið ansi brotin. „Þau sögðu mér eftir að vélin var farin að þau hefðu kallað mig upp. Ég kvaðst ekki hafa borið kennsl á nafnið mitt. Þá endurtók flugvallarstarfsmaðurinn nafnið mitt og það hljómaði ekkert eins og neitt sem líkist nafninu mínu.“

Þegar komið var út úr flugstöðinni var hann ekki kominn með hótel og útlitið svart. „Ég fann velviljaðan franskan ferðamann sem tók mig með sér á hótel, þar var sem betur fer laust og ég gat sofið rólegur.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.