Sá virðist ráða för sem borgar Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. febrúar 2015 06:00 Græðgi fólks virðist lítil takmörk eiga sér. Merkilegt er að horfa til þess í nýjum uppljóstrunum upp úr leknum gögnum dótturfélags breska fjárfestingarbankans HSBC í Sviss hverjir það eru sem bankinn aðstoðaði við að fela peninga og skjóta undan skatti. Dótturfélagið í Sviss virðist nefnilega hafa verið vinsælt á meðal ríka og fræga fólksins, ekki síður en hjá vopnasölum, stríðsglæpamönnum og viðlíka pakki. Verðugt rannsóknarefni er hvort þeim sem betur hafa það sé verr við að greiða til samfélagsins en öðrum, aukist kannski níska með bættum efnahag. Aum er samt sú hegðun að svíkja undan skatti, að ætla öðrum að greiða fyrir skólavist barna sinna og barnabarna, eða spítalavist og heilsugæslu, já eða öldrunarþjónustu. Varðandi gögn HSBC er samt kannski vissara að slá þann varnagla að alls er óvíst að allt hafi þetta fólk verið að skjóta fé undan skatti. Þannig er áréttað í tilkynningu lögfræðinga ofurfyrirsætunnar fyrrverandi, Elle MacPherson, að hún sé ástralskur þegn og hafi vitanlega staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart skattayfirvöldum í Bretlandi. Óvarlegt væri því að draga í fljótfærni þær ályktanir að hún, eða kvikmyndaleikarinn Christian Slater, eða kappaksturshetjan Fernando Alonso, eða tónlistarmaðurinn Phil Collins hafi eitthvað haft að fela, þótt þau hafi leitað þjónustu banka sem, skákandi í skjóli strangra bankaleyndarlaga í Sviss, virðist hafa sérhæft sig í að aðstoða fólk við að fela peninga og fara í kring um skattareglur í heimalöndum sínum. Tregða þeirra sem best hafa það til að greiða hlut sinn til samfélagsins og standa undir samneyslu er Bretum hugleikin þessa dagana og sérstök þingnefnd að störfum sem fjallar um málið. Fyrir helgi stakk til dæmis þingmaður Verkamannaflokksins og formaður þverpólitískrar nefndar um skattamál, Margaret Hodge, upp á því að alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers (PwC) yrði meinað að gera ábatasama samninga um þjónustu við breska ríkið vegna framgöngu fyrirtækisins í að aðstoða stórfyrirtæki við stórfelld undanskot undan sköttum. Dæmin að utan vekja hugrenningar um hvernig málum er háttað hér. Endurskoðunarfyrirtæki fengu reyndar ekkert of góða umsögn hér í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þá greindi Fréttablaðið frá því í gær staða lánasafns Sparisjóðs Bolungarvíkur hafi komið endurskoðanda á óvart eftir sameiningu við Sparisjóð Norðurlands, þótt sami endurskoðandi hafi skrifað upp á reikningana fyrir og eftir sameiningu. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort verið geti að eins sé farið um endurskoðendur og lögfræðinga, að skoðun þeirra ráðist af því hver heldur veskinu opnu. Dæmin virðast endurspegla þörfina á skýru regluverki um fjármálaþjónustu og eftirliti sem burði hefur til að veita starfseminni aðhald, jafnt bönkum sem endurskoðendum. Þessa lexíu var talað um að Íslendingar hefðu lært í hruninu, en mögulega er eitthvað að fenna þar yfir. Síðan má velta fyrir sér hvort betra er eða ekki að vera hluti af samevrópsku regluverki um fjármálafyrirtæki og eftirlit með þeim þegar kemur að þessu aðhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Græðgi fólks virðist lítil takmörk eiga sér. Merkilegt er að horfa til þess í nýjum uppljóstrunum upp úr leknum gögnum dótturfélags breska fjárfestingarbankans HSBC í Sviss hverjir það eru sem bankinn aðstoðaði við að fela peninga og skjóta undan skatti. Dótturfélagið í Sviss virðist nefnilega hafa verið vinsælt á meðal ríka og fræga fólksins, ekki síður en hjá vopnasölum, stríðsglæpamönnum og viðlíka pakki. Verðugt rannsóknarefni er hvort þeim sem betur hafa það sé verr við að greiða til samfélagsins en öðrum, aukist kannski níska með bættum efnahag. Aum er samt sú hegðun að svíkja undan skatti, að ætla öðrum að greiða fyrir skólavist barna sinna og barnabarna, eða spítalavist og heilsugæslu, já eða öldrunarþjónustu. Varðandi gögn HSBC er samt kannski vissara að slá þann varnagla að alls er óvíst að allt hafi þetta fólk verið að skjóta fé undan skatti. Þannig er áréttað í tilkynningu lögfræðinga ofurfyrirsætunnar fyrrverandi, Elle MacPherson, að hún sé ástralskur þegn og hafi vitanlega staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart skattayfirvöldum í Bretlandi. Óvarlegt væri því að draga í fljótfærni þær ályktanir að hún, eða kvikmyndaleikarinn Christian Slater, eða kappaksturshetjan Fernando Alonso, eða tónlistarmaðurinn Phil Collins hafi eitthvað haft að fela, þótt þau hafi leitað þjónustu banka sem, skákandi í skjóli strangra bankaleyndarlaga í Sviss, virðist hafa sérhæft sig í að aðstoða fólk við að fela peninga og fara í kring um skattareglur í heimalöndum sínum. Tregða þeirra sem best hafa það til að greiða hlut sinn til samfélagsins og standa undir samneyslu er Bretum hugleikin þessa dagana og sérstök þingnefnd að störfum sem fjallar um málið. Fyrir helgi stakk til dæmis þingmaður Verkamannaflokksins og formaður þverpólitískrar nefndar um skattamál, Margaret Hodge, upp á því að alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers (PwC) yrði meinað að gera ábatasama samninga um þjónustu við breska ríkið vegna framgöngu fyrirtækisins í að aðstoða stórfyrirtæki við stórfelld undanskot undan sköttum. Dæmin að utan vekja hugrenningar um hvernig málum er háttað hér. Endurskoðunarfyrirtæki fengu reyndar ekkert of góða umsögn hér í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þá greindi Fréttablaðið frá því í gær staða lánasafns Sparisjóðs Bolungarvíkur hafi komið endurskoðanda á óvart eftir sameiningu við Sparisjóð Norðurlands, þótt sami endurskoðandi hafi skrifað upp á reikningana fyrir og eftir sameiningu. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort verið geti að eins sé farið um endurskoðendur og lögfræðinga, að skoðun þeirra ráðist af því hver heldur veskinu opnu. Dæmin virðast endurspegla þörfina á skýru regluverki um fjármálaþjónustu og eftirliti sem burði hefur til að veita starfseminni aðhald, jafnt bönkum sem endurskoðendum. Þessa lexíu var talað um að Íslendingar hefðu lært í hruninu, en mögulega er eitthvað að fenna þar yfir. Síðan má velta fyrir sér hvort betra er eða ekki að vera hluti af samevrópsku regluverki um fjármálafyrirtæki og eftirlit með þeim þegar kemur að þessu aðhaldi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun