Tíska, tattú og tónlist Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Herratrend strákarnir ætla sér stóra hluti í blogginu. Vísir/Stefán Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira