Stefán Lúðvíksson, annar eigandi erótísku verslunarinnar Amor í Kópavogi, hefur vaðið fyrir neðan sig og er vel útilátin sending væntanleg, því Stefán reiknar með mikilli aðsókn í hjálpartækin eftir að myndin verður frumsýnd.
Mikið ris hefur orðið í verslun á BDSM-tengdum vörum í verslun Stefáns sem hann telur eiga rætur sínar að rekja til bókanna sem myndin er byggð á.
„Við sjáum allavega helmingi meiri aðsókn í þess konar leikföng eftir að bækurnar komu til skjalanna og erum vel undirbúin fyrir frumsýninguna í næstu viku,“ segir Stefán.
Aukin sala á kynlífstækjum í tengslum við útgáfu bókarinnar 50 Shades of Grey er þekkt staðreynd annars staðar í heiminum. Til að mynda jókst salan til muna í Bandríkjunum í kjölfar útgáfu bókarinnar. Á vef Washington Post má sjá umfjöllun um málið og er sérstaklega vikið að því að slysum eftir ranga notkun á kynlífstækjum fjölgaði til muna eftir útgáfu bókarinnar. Fjöldi sjúklinga sem hefur komið á slysavarðsstofur víðsvegar um Bandaríkin hefur næstum tvöfaldast frá árinu 2007 og varð mesta fjölgunin á slysum síðustu tvö árin, einmitt eftir að bókin kom út.
Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.