Smørrebrød í boði Kaupþings Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. febrúar 2015 07:00 Bjöllum var hringt á árinu 2006. Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, og fleiri vöktu athygli á og efuðust um innistæðu fyrir risavexti íslenskra banka. Þá hófst umræða um krosseignatengsl og annað sem kallaði á gagnrýni. Ekki bara á lausafé íslenskra banka, heldur ekki síður á hvers virði eigið fé þeirra væri. Grunur var um að það væri ekki svo mikils virði ef betur væri að gáð. Sem seinna kom í ljós að var hárrétt. Spilaborgin átti eftir að hrynja. Þegar gagnrýnin var sem mest á banka, stöðu þeirra og framtíðarhorfur boðuðu æðstu stjórnendur Kaupþings til upplýsingafundar með nokkrum fulltrúum fjölmiðla. Fundurinn var haldinn í helgasta véi Kaupþings, sem trúlega var stærst íslenskra fyrirtækja þá, það umsvifamesta hið minnsta. Forstjórinn og stjórnarformaðurinn voru gestgjafar. Í ljós átti eftir að koma að þeir voru þungvopnaðir á fundinum. Gestum var boðið að setjast við stórt og mikið borð. Útsýni var yfir sundin bláu. Á borðum voru gosdrykkir, sódavatn og kaffi. Og mikið og glæst smørrebrød. Annað ekki. Gestgjafarnir töluðu báðir og í vopnabúri þeirra voru einhverjar mögnuðustu og glæsilegustu skyggnur í mannheimum. Þeir tóku að skýra hreint magnaða stöðu Kaupþings. Yfir öllu var ævintýralegur blær. Hvernig þeir höfðu farið land úr landi, hvernig þeim hafði alls staðar verið tekið með kostum og kynjum og hvernig þeir keyptu hvern erlenda bankann á eftir öðrum og greiddu oftast fyrir með hlutafé í Kaupþingi. Þannig var sem sagt komið að erlendir bankaeigendur vildu fegnir selja þeim bankana sína og þiggja í staðinn lítinn hlut í Kaupþingi. Svo kom á fundinum að gestum var boðið að spyrja. Þeir horfðu á matardiskinn þar sem ekkert var eftir nema kannski sítrónubörkur eða annað það sem gengur af þegar glæst smørrebrød hefur verið borðað. Annað ekki, engin gögn, enginn undirbúningur, ekkert til að koma með gagnlegar spurningar. Nú hafa fundarboðendurnir, og þeirra helstu samstarfsmenn, verið dæmdir til þungra refsinga fyrir Hæstarétti Íslands. Þyngri en áður hafa þekkst fyrir ámóta mál. Í dómi Hæstaréttar segir til dæmis: „Háttsemi ákærðu samkvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshlutafélagi og leiddi til stórfellds fjártjóns.“ Dómurinn er vissulega ekki um það sama og forstjórinn og stjórnarformaðurinn töluðu um á fundinum forðum daga. En dómurinn fjallar um sömu menn. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir Hæstiréttur. Nú var dæmt í einu máli. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sjeiks Mohammad Bin Khalifa Al-Thani á hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum þann 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Samkvæmt dómi Hæstaréttar tókst Kaupþingsmönnum að blekkja fólk og fyrirtæki í langan tíma. Vopnabúrið glæsilega hefur eflaust verið notað víðar en dagpart í helgasta véi Kaupþings á árinu 2006. Nú dugar ekkert smørrebrød. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Bjöllum var hringt á árinu 2006. Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, og fleiri vöktu athygli á og efuðust um innistæðu fyrir risavexti íslenskra banka. Þá hófst umræða um krosseignatengsl og annað sem kallaði á gagnrýni. Ekki bara á lausafé íslenskra banka, heldur ekki síður á hvers virði eigið fé þeirra væri. Grunur var um að það væri ekki svo mikils virði ef betur væri að gáð. Sem seinna kom í ljós að var hárrétt. Spilaborgin átti eftir að hrynja. Þegar gagnrýnin var sem mest á banka, stöðu þeirra og framtíðarhorfur boðuðu æðstu stjórnendur Kaupþings til upplýsingafundar með nokkrum fulltrúum fjölmiðla. Fundurinn var haldinn í helgasta véi Kaupþings, sem trúlega var stærst íslenskra fyrirtækja þá, það umsvifamesta hið minnsta. Forstjórinn og stjórnarformaðurinn voru gestgjafar. Í ljós átti eftir að koma að þeir voru þungvopnaðir á fundinum. Gestum var boðið að setjast við stórt og mikið borð. Útsýni var yfir sundin bláu. Á borðum voru gosdrykkir, sódavatn og kaffi. Og mikið og glæst smørrebrød. Annað ekki. Gestgjafarnir töluðu báðir og í vopnabúri þeirra voru einhverjar mögnuðustu og glæsilegustu skyggnur í mannheimum. Þeir tóku að skýra hreint magnaða stöðu Kaupþings. Yfir öllu var ævintýralegur blær. Hvernig þeir höfðu farið land úr landi, hvernig þeim hafði alls staðar verið tekið með kostum og kynjum og hvernig þeir keyptu hvern erlenda bankann á eftir öðrum og greiddu oftast fyrir með hlutafé í Kaupþingi. Þannig var sem sagt komið að erlendir bankaeigendur vildu fegnir selja þeim bankana sína og þiggja í staðinn lítinn hlut í Kaupþingi. Svo kom á fundinum að gestum var boðið að spyrja. Þeir horfðu á matardiskinn þar sem ekkert var eftir nema kannski sítrónubörkur eða annað það sem gengur af þegar glæst smørrebrød hefur verið borðað. Annað ekki, engin gögn, enginn undirbúningur, ekkert til að koma með gagnlegar spurningar. Nú hafa fundarboðendurnir, og þeirra helstu samstarfsmenn, verið dæmdir til þungra refsinga fyrir Hæstarétti Íslands. Þyngri en áður hafa þekkst fyrir ámóta mál. Í dómi Hæstaréttar segir til dæmis: „Háttsemi ákærðu samkvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshlutafélagi og leiddi til stórfellds fjártjóns.“ Dómurinn er vissulega ekki um það sama og forstjórinn og stjórnarformaðurinn töluðu um á fundinum forðum daga. En dómurinn fjallar um sömu menn. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir Hæstiréttur. Nú var dæmt í einu máli. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sjeiks Mohammad Bin Khalifa Al-Thani á hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum þann 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Samkvæmt dómi Hæstaréttar tókst Kaupþingsmönnum að blekkja fólk og fyrirtæki í langan tíma. Vopnabúrið glæsilega hefur eflaust verið notað víðar en dagpart í helgasta véi Kaupþings á árinu 2006. Nú dugar ekkert smørrebrød.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun