Fimmta breiðskífa Diktu tilbúin til útgáfu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. febrúar 2015 10:00 Hljómsveitin Dikta segir nýju plötuna vera þá hressustu sem sveitin hefur sent frá sér. mynd/Florian Trykowski. „Við erum hoppandi skoppandi ánægðir með útkomuna,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanó- og gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin er nú að ljúka við sína fimmtu breiðskífu sem enn hefur ekki fengið endanlegt nafn. Stefnt er á útgáfu plötunnar með vorinu og mun hún koma út í Þýskalandi og víðar um heim á sama tíma. „Ég held að þessi plata sé hressari en hinar. Hún er meira svona „upbeat“ og það má greina smá sumarblæ yfir henni,“ segir Haukur Heiðar spurður út í stíl plötunnar. Hún var tekin upp í þremur lotum og er að stórum hluta hljóðrituð í Þýskalandi, hjá upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við tókum upp tvö lög árið 2013 hjá honum og fórum svo aftur út til hans síðasta sumar og vorum þar í hálfan mánuð. Hann kom svo til Íslands í nóvember og var hérna í mánuð og við kláruðum plötuna,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann segir sveitina hafa uppgötvað hversu mikilvægt það sé að vinna með upptökustjóra á nýjan leik, því hún hefur ekki unnið með slíkum á síðustu tveimur plötum. „Það var mjög gott að vinna aftur með upptökustjóra. Við unnum með Ace úr Skunk Anansie þegar við tókum upp plötuna Hunting for Happiness og lærðum mjög mikið af honum. Á síðustu tveimur plötum höfum við gert þetta alveg sjálfir og vorum komnir í ákveðinn þægindaramma. Það er frábært að fá upptökustjóra aftur.“ Dikta gaf síðast út lagið Talking árið 2013 en það lag ratar inn á plötuna. „Lagið kom hvergi út nema á netinu en það verður á plötunni. Fyrsti alvöru singullinn kemur út núna á næstu dögum, hann er að mjakast inn á útvarpsstöðvarnar,“ bætir Haukur Heiðar við, sem var önnum kafinn við búa sig undir úrslitakvöldið í Eurovision þegar blaðamaður náði tali af honum. „Það er mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu.“ Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
„Við erum hoppandi skoppandi ánægðir með útkomuna,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanó- og gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin er nú að ljúka við sína fimmtu breiðskífu sem enn hefur ekki fengið endanlegt nafn. Stefnt er á útgáfu plötunnar með vorinu og mun hún koma út í Þýskalandi og víðar um heim á sama tíma. „Ég held að þessi plata sé hressari en hinar. Hún er meira svona „upbeat“ og það má greina smá sumarblæ yfir henni,“ segir Haukur Heiðar spurður út í stíl plötunnar. Hún var tekin upp í þremur lotum og er að stórum hluta hljóðrituð í Þýskalandi, hjá upptökustjóranum Sky van Hoff. „Við tókum upp tvö lög árið 2013 hjá honum og fórum svo aftur út til hans síðasta sumar og vorum þar í hálfan mánuð. Hann kom svo til Íslands í nóvember og var hérna í mánuð og við kláruðum plötuna,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann segir sveitina hafa uppgötvað hversu mikilvægt það sé að vinna með upptökustjóra á nýjan leik, því hún hefur ekki unnið með slíkum á síðustu tveimur plötum. „Það var mjög gott að vinna aftur með upptökustjóra. Við unnum með Ace úr Skunk Anansie þegar við tókum upp plötuna Hunting for Happiness og lærðum mjög mikið af honum. Á síðustu tveimur plötum höfum við gert þetta alveg sjálfir og vorum komnir í ákveðinn þægindaramma. Það er frábært að fá upptökustjóra aftur.“ Dikta gaf síðast út lagið Talking árið 2013 en það lag ratar inn á plötuna. „Lagið kom hvergi út nema á netinu en það verður á plötunni. Fyrsti alvöru singullinn kemur út núna á næstu dögum, hann er að mjakast inn á útvarpsstöðvarnar,“ bætir Haukur Heiðar við, sem var önnum kafinn við búa sig undir úrslitakvöldið í Eurovision þegar blaðamaður náði tali af honum. „Það er mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu.“
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira