Maður getur ekki verið allra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2015 06:00 Geir fékk fína kosningu og mun halda áfram að vinna að sömu málum fyrir KSÍ og undanfarin ár. fréttablaðið/anton Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira