Blæs á fullyrðingar um að hún sé of horuð Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 08:00 Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari og nýbökuð móðir er svo sannarlega í toppformi. vísir/andri marinó Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira