Blæs á fullyrðingar um að hún sé of horuð Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 08:00 Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari og nýbökuð móðir er svo sannarlega í toppformi. vísir/andri marinó Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi. Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi.
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira