„Þetta er eins og að lenda á bleiku skýi“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 14:15 Svona mun púðinn á Akureyri líta út. Hann verður staðsettur í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira
Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira