Lífið

Gjafir upp á 16,5 milljónir: Lestarferð um klettafjöllin í Kanada bíður Jóhanns og félaga

Guðrún Ansnes skrifar
Jóhann fór með sigur af hólmi á Golden Globes. Hann á von á góðu hvort sem hann nælir sér í styttu eður ei.
Jóhann fór með sigur af hólmi á Golden Globes. Hann á von á góðu hvort sem hann nælir sér í styttu eður ei. Vísir/Getty
Þeir leikarar sem koma til með að láta í minni pokann á sunnudaginn þegar Óskarsverðlaunin verða veitt, geta vissulega leitað sér huggunar í afar ríkulegum gjafapoka sem í boði eru.

Hver einasti gjafapoki sem tilnefndir fá, inniheldur varning fyrir 125.000 dollara, eða í kringum 16.5 milljónir íslenskra króna.

Ætla má að þeir sem bíði ósigur eigi nokkuð auðvelt með að sleikja sárin í Audi bifreið, af gerðinni A4, sem tilnefndu fá til afnota í heilt ár. Þá má vænta að ekki væsi heldur um sigraðar Hollywood stjörnur í Toscana héraði á Ítalíu þar sem þriggja daga lúxús gisting, metin á 1.500 dollara, bíður þeirra.

Einstök lestarferð um Kanadísku Klettafjöllin, rándýrt sjávarsalt og gjafabréf fyrir 800 dollara í sérstakri sælgætisbúð ættu líka að koma leikurunum langt. Þegar hér er komið á enn eftir að nefna rúsínuna í svekkelsis pylsuendanum, því það allra dýrasta og flottasta er persónulegur tími með Olessia Kantor.

Kantor er eigandi fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fara yfir stjörnuspár fólks, greina drauma þeirra og kenna sérstaka aðferð til að stjórna huganum. Þessi persónulega meðferð kostar litla 20.000 dollara, eða því sem nemur rúmum 2.6 milljónum króna. Þeir alla svekktustu ættu því að öllum líkindum að jafna sig áður en langt um líður. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×